Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 107

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 107
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR sínu. Eldri synir hennar töluðu litla íslensku þegar þeir komu hér í grunnskóla og Marie álítur að það hefði þurft að veita þeim betri stuðning þegar þeir byrjuðu í skólanum. Hún sagði: „Það var ekkert verið að taka sérstaklega á móti þeim... þeir áttu bara að bjarga sér sjálfir strax og fylgjast með og elta hina krakkana." Lárus fór í leikskóla og var þar afar erfiður. Hann skildi mjög litla íslensku og brást við með því að hrekkja og stríða. Á þeim tíma talaði hann ekki heldur frönsku. Leikskólakennarinn sagði að það hefði ekki gengið á öðru en klögumálum bæði frá börnum og foreldrum. Þegar fjölskyldan var í Frakklandi sumartíma, fór Lárus að tala heilmikla frönsku og í framhaldi af því gekk betur með íslenskuna og hann fór að geta gert sig skiljanlegan við leikfélagana. Þegar Lárus komst svo í skilningssamband við leikskólann, hafði hegðun hans breyst og nú var þetta hinn ljúfasti drengur. Perla litla er dugleg að tala. Hún talar fyrst og fremst íslensku, það er málið sem hún lærði fyrst og hún lærði það hjá ömmu sinni og afa. Þegar Perla var nokk- urra mánaða kom í ljós að hún var fötluð, hægri hlið hennar var lömuð. Þetta var erfiður tími fyrir alla fjölskylduna og Li móðir Perlu átti erfitt með að horfast í augu við fötlun Perlu og vildi ekki tala um hana. Smám saman lenti umönnun Perlu á ömmu hennar og hún sá um öll atriði í sambandi við fötlun Perlu, svo sem læknis- skoðanir og þjálfun. Li fór til Kína, þegar Perla var að byrja að tala og Perla heyrði því eingöngu íslensku um nokkurra mánaða skeið. Perla tengdist líka ömmu sinni sterkum til- finningaböndum. Þegar Li kom til baka vildi Perla lítið þýðast hana í fyrstu en fjöl- skyldan býr öll í sama húsi og Perla er að læra kínversku. Mamma hennar talar alltaf móðurmál sitt við hana og Perla skilur hana vel og er nú farin að stríða ömmu sinni með því að tala við hana á kínversku! Foreldrar Perlu tala hins vegar saman á ensku. Þessi þrjú börn ganga öll í sama leikskólann, Barnaborg. Meðan Lárus og Kristín voru þar var verið að vinna verkefni um margmenningarlegt uppeldi. Starfsfólkinu var ljóst mikilvægi móðurmáls fyrir nám í seinna máli og gerði því til- raunir með að kenna tvítyngdu börnunum móðurmál sitt. Fengnir voru móður- málskennarar sem komu einu sinni í viku. Þessi tilraun gekk misjafnlega, erfitt var að fá kennara og tíð skipti voru á þeim. Best gekk ef móðurmálskennarinn skildi íslensku og hægt var að tengja móðurmálskennsluna þeim verkefnum sem verið var að fást við þá stundina. Starfsfólkið leitaðist einnig við að færa móðurmál barn- anna inn í leikskólann með því að fá aðstoð túlka, þýða tilkynningar, læra kveðju- orð og söngva á móðurmáli barnanna. Hið síðastnefnda varð sérstaklega vinsælt og enn er uppáhaldslag sumra íslensku barnanna Meistari Jakob á tælensku. í Barna- borg voru einnig notaðar margar leiðir til málörvunar í íslensku í daglegu starfi leikskólans. Þótt nokkur börn væru af sama þjóðerni í leikskólanum, notuðu börnin ekki móðurmál sitt þar heldur léku sér á íslensku. Samt talaði starfsfólkið um að skilningi tvítyngdu barnanna væri ábótavant og einn leikskólakennarinn sagði „að þau væru alltaf með spurn í svipnum." Perla byrjaði ekki í Barnaborg fyrr en margmenningarverkefninu var lokið og hún var fyrst og fremst í umsjá eins starfsmanns sem var mjög upptekinn af hreyfi- 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.