Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 109
ELSA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
um, fólk gerir hlutina í réttri röð, lærir, festir ráð sitt og gengur í hjónaband. Li
fannst hún vera mikill útlendingur hér og átti erfitt með að tala um áhyggjur sínar
og leita sér hjálpar þegar hún eignaðist fatlað barn.
í uppeldi Kristínar var tekin íslensk stefna og samkvæmt því var Kristín strax
sett á íslenskt fæði. Tælensk móðir hennar hrærði því skyr handa henni kornungri
en sauð sjálfri sér vel krydduð hrísgrjón. Ómar pabbi hennar sagði mér að það væri
alltaf eldaður tvenns konar matur á heimilinu, Nan kona hans eldaði alltaf „sinn"
mat eins og hann komst að orði, sem væri svo sterkur að þau feðgin gætu ekki
borðað hann. Annars lét Ómar að því liggja að Nan hefði ekki átt í nokkrum vand-
ræðum með að aðlagast íslenskum siðum og venjum, hann taldi mikla aðlögunar-
hæfni vera einkenni á Tælendingum. Nan leggur samt mikið upp úr því að hitta
landa sína, tala málið og matbúa með þeim. Ómar sagði mér einnig að þegar þau
væru í Tælandi þá iðkaði hún trú sína, búddisma, frá morgni til kvölds. Hér bæri
hún slíkt ekki við og dytti ekki í hug að halda búddisma að Kristínu litlu. Ómar
fullyrti að Nan gæti skipt yfir, hegðað sér sem íslensk væri þegar hún væri hér en
svo tæki hún upp tælenska háttu þegar hún væri komin á heimaslóðir. Hinar mæð-
urnar, Marie frá Frakklandi og Li frá Kína virtust báðar fastheldnari á siði sína og
venjur en Nan. Ómar gat alveg hugsað sér að Kristín yrði tælensk ung stúlka en
Nan mátti ekki heyra það nefnt. Hún áleit hlutskipti íslendinga betra en Tælend-
inga og var þá ekki að tala einungis um konur heldur bæði kynin.
í leikskólum hefur að litlu eða engu leyti verið tekið tillit til heimamenningar
tvítyngdu barnanna og þau því þurft að skilja hana eftir á leikskólaþröskuldinum
og ganga inn í einsleitt umhverfi íslenskrar menningar. Þannig hefur ekki öll per-
sóna barnsins verið viðurkennd í leikskólanum heldur aðeins íslenskur hluti henn-
ar. Það er erfitt fyrir barn að öðlast sterka sjálfsmynd við slík skilyrði. Starfsfólk
Barnaborgar hafði einmitt tekið eftir því að eftir að farið var að kynna mál og menn-
ingu tvítyngdu barnanna, urðu þau fúsari til að segja frá fjölskyldu sinni og heimili.
Samskipti erlendra foreldra og starfsfólks leikskóla hafa oft verið erfiðleikum
bundin, vegna tungumálaerfiðleika og óframfærni á báða bóga. Það hefur því lítið
verið gert til þess að samræma skoðanir í uppeldismálum. Nú eiga leikskólar kost á
að kalla til túlka þegar foreldrafundir eru. Áður en sú þjónusta kom til sögunnar
höfðu foreldrar stundum haft börnin sín í leikskóla í 3—4 ár en vissu harla lítið um
það sem þar fór fram. í áðurnefndu þróunarverkefni í Barnaborg tóku foreldrarnir
þátt í starfinu í leikskólanum, lánuðu ýmsa muni sem tengdust menningu viðkom-
andi þjóðar, kenndu söngva og elduðu þjóðarrétti. Þannig var ísinn brotinn og öll
samskipti urðu léttari eftir það.
Einangrun og fordómar
Mæðrum Perlu og Lárusar fannst þær vera utangátta í íslensku samfélagi. Þær töl-
uðu um að það væri erfitt að vera öðru vísi en fjöldinn. Þessar konur áttu ekki
marga íslenska vini og þeim reyndist erfitt að aðlagast íslenskum þjóðfélagsháttum.
Þær áttu örðugt með að fá vinnu hér í samræmi við menntun sína en álitu að kunn-
átta í íslensku væri lykill að samfélaginu. Li er til dæmis menntuð sem enskukenn-
ari og dreymir um að fá stöðu í samfélaginu sem hennar menntun hæfir. Hún vill
107