Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 110

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 110
TVÍTYNGD LEIKSKÓLABÖRN ekki þurfa að vinna erfiðisvinnu, finnst hún vera að eyða tímanum til einskis þar sem hún sé hvorki alin upp né menntuð til þess. Li hyggst fara hér í Háskólann og ljúka BA prófi í íslensku og vonast til þess að það opni henni dyr. Marie sagði svipaða sögu. Hún er frönskukennari en hefur ekki tekist að fá vinnu við kennslu nema að mjög litlu leyti. Hún tók nærri sér að geta ekki hjálpað drengjunum sínum við heimanámið og var hrædd um að þeir yrðu eftirbátar annarra þar eð þeir fengju ekki nægan stuðning í skólanum. Þegar Li kom hingað með manni sínum var hún barnshafandi. Það var ekki talið sjálfsagt að hún nyti sömu kjara á Fæðingardeild Landspítalans og íslenskar mæður, heldur farið fram á að hún greiddi spítaladvölina fullu verði. Það skipti ekki máli þótt faðir barnsins væri íslenskur og hefði greitt skatta og skyldur til sam- félagsins. Mæður Kristínar, Lárusar og Perlu höfðu allar fundið fyrir því að litið væri niður á þær og stundum höfðu þær orðið fyrir áreitni. Marie talaði um að hún hefði fundið fyrir því að vera álitin heimsk. Vegna þess að hún talar ekki kórrétta íslensku heldur fólk að hún hugsi skakkt. Li talaði um að hún hefði fundið fyrir lítilsvirðingu hjá afgreiðslufólki í verslunum og eins væri algengt að fólk héldi að hún væri tælensk og hefði verið keypt til landsins. Það þótti Li mjög niðurlægjandi. Ómar sagði að þegar hann og Nan kæmu á dansstaði yrði „náttúrulega alltaf vesen." Karlmenn áreittu Nan iðulega þótt hann væri viðstaddur og stundum lenti hann í átökum þess vegna. Starfsfólk leikskólanna kvaðst ekki hafa orðið vart við fordóma meðal barnanna gagnvart börnum af erlendum uppruna. Leikur tvítyngdu barnanna og alíslensku barnanna gengur upp og ofan eins og hjá öllum öðrum börnum en starfsfólkið telur að persónueigindir barnanna ráði mestu um það hvernig barninu gengur í leik og samskiptum en ekki þjóðerni eða kynþáttur. LOKAORÐ Hvernig skyldi þessum litlu íslendingum, Perlu, Kristínu og Lárusi, farnast í fram- tíðinni? Huga þarf að málefnum innflytjenda af alvöru til að þeir eigi sömu mögu- leika og alíslenskir jafnaldrar þeirra. Þeir sem best þekkja til segja að það vanti heildstæða stefnu yfirvalda um aðlögun nýrra íbúa hérlendis (Kristín Njálsdóttir, viðtal í Ríkisútvarpi 1. apríl 2000). Fyrst og fremst er nauðsynlegt að hyggja að skóla- og menntunarmálum en einnig að ýmsum réttindamálum nýrra íbúa. Þróun í fjölmenningarsamfélag er hér seinna á ferðinni en hjá nágrannaþjóðunum. Þótt margt hafi víða vel tekist hefur einnig ýmislegt farið úrskeiðis og flokkadrættir og kynþáttafordómar hafa grafið um sig. íslendingar hafa tækifæri til að læra af reynslu annarra í þessum efnum. Móðurmáli og menningu barna af erlendum uppruna hefur lítið verið sinnt í skólum hérlendis. í Samningi Sameinuöu pjóðanna um réttindi barnsins,7 sem ísland hefur staðfest, stendur að börn eigi rétt á að halda auðkennum sínum og njóta eigin 7 Sjá m.a. 1992:8.grv 29.gr. og 30. gr. 108
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.