Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 121
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR
að raunverulegri getu barnsins svo að það læri í samræmi við hæfni sína og auki
jafnframt við hana (Bruner 1987). Þannig er þetta hermiferli ekki aðeins endurtekn-
ing heldur bætir móðirin örlitlum breytingum inn í samspilið, barnið og móðir þess
skiptast stöðugt á og barnið verður smátt og smátt virkur þátttakandi í þessu
hermiferli. Barnið öðlast á þennan hátt vitneskju um að það geti haft áhrif á móður
sína og fær með því ákveðna hugmynd um eftirhermu. Hlutverkin snúast smám
saman við, barnið hermir eftir því sem móðirin gerir og eftirherman verður gagn-
kvæm. Þegar barnið hefur öðlast þessa vitneskju er það farið að sýna eftirvænting-
aratferli sem er afar mikilvægt fyrir frumkvæði þess og virkni (Stern 1985). Litlu
hreyfingarnar í andliti mikið fatlaðs barns (brosviprur, grettur, tungu-hreyfingar)
eru oftast nær óljósar þannig að foreldrunum reynist erfitt að sjá þær og herma
samstundis eftir þeim. Ef börnin hafa auk þess ekki sjón eða nýta hana ekki fara
þau einnig á mis við þetta eftirhermuferli, þau sjá ekki andlit foreldranna. Merkin
sem blint barn sýnir t.d við athygli foreldranna eru oft öðruvísi. Þegar foreldrar
ófatlaðs barns koma að rúmi þess brosir barnið yfirleitt og fagnar þeim um leið og
það sér þau. Blint barn situr yfirleitt rólegt og frumkvæðislaust og eru viðbrögð
þess oft túlkuð sem áhugaleysi. Blinda barnið er jafn áhugasamt en það þarf að ein-
beita sér að því að hlusta eftir röddum og því tekur lengri tíma fyrir það að sýna
áhuga og bregðast við (Jacobsen 1992).
Eins og fram hefur komið hefur mikið að segja fyrir þá sem umgangast fötluð
börn að vera meðvitaðir um virknistig barnsins hverju sinni. Þau merki sem barnið
hefur yfir að ráða og hægt er að túlka á hverju þessara stiga eru bros barnsins, grát-
ur þess og svipbrigði. Þessi merki gegna mikilvægu hlutverki vegna þess að þau
eru túlkuð á svipaðan hátt allt lífið, sbr. grát nýfædda barnsins og grát fullorðinna,
bros og svipbrigði (Martinsen 1992). Hreyfingar barnsins og andardráttur þess hafa
einnig mikla boðskiptaþýðingu hjá barninu, og augnaráð þess er líka afar mikil-
vægt verkfæri í boðskiptum (Rye 1993).
Það sem fram hefur komið hér að ofan er notað til viðmiðunar í greiningu á
boðskiptum barnanna í þeirri rannsókn sem hér er lýst.
AÐFERÐ
í rannsókninni voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir og beitt var svokallaðri
tilviksrannsókn eða „case study". Markmið með tilviksrannsókn er að kafa djúpt og
greina rækilega einstaka þætti hvers tilviks (Bogdan og Biklen 1992). Boðskipti
mikið fatlaðra barna eru flókin og margþætt. Til þess að geta skilið þau þarf að kafa
djúpt og greina þau afar nákvæmlega hjá hverju og einu barni. í rannsókninni var
kannað hvernig boðskiptin fóru fram hjá hverju barni og móður þess. í niðurstöð-
um rannsóknarinnar var leitað svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum.
1. Hvernigfara boðskipti fram milli mikiðfatlaðra barna og mæðra þeirra?
Til þess að svara þessari spurningu var leitað svara við eftirfarandi undirspurning-
um hjá hverju barni og móður þess.
119