Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 124
BOÐSKIPTI MIKIÐ FATLAÐRA BARNA
Tafla 1
Nánd
1. Líkamleg snerting sem felur í sér að barnið þarf á líkamlegri snertingu að
halda til þess að geta verið virkt og tekið á móti. Á þessu stigi þarf barnið að
vera í fangi mótaðila þess og fjarlægð frá andliti barns að andliti mótaðila
eru 20-30 sm.
2. Innan armlengdar. Barnið getur tekið þátt í samspili í meiri fjarlægð (30-60 sm
frá andliti), en þarf á líkamlegri snertingu að halda. Á þessu stigi kannar
barnið umhverfi sitt, snertir andlit og leikföng en leitar stöðugt eftir því
öryggi sem fæst með líkamlegri snertingu. Ef hún er ekki til staðar verður
barnið óvirkt.
3. Innan seilingar. Barnið getur nú tekið þátt í samspili án þess að vera í líkam-
legri snertingu við mótaðila sinn. Það verður hins vegar að vita af mótaðila
sínum í seilingarfjarlægð og að geta snert hann hvenær sem það vill.
4. Utan seilingar. Líkamleg nálægð við mótaðilann er ekki lengur nauðsynleg og
barnið hefur öðlast skilning á að mótaðili þess fyrirfinnst. Það þarf þó enn á
því að halda að hann sé í augsýn þó að hann sé ekki í líkamlegri snertingu
við barnið.
5. Næsta herbergi. Barnið getur nú verið án þess að hafa mótaðila stöðugt í aug-
sýn. Barnið treystir því að móðir þess finni það ef það ratar ekki rétta leið til
baka.
Tafla 2
Könnun
1. Eyjar. Átt er við að barnið kanni ákveðið svæði t.d andlit mótaðila síns eða sitt
eigið andlit eða hluta af umhverfi sínu. Hverjum hluta andlits (munni, nefi, aug-
um) er líkt við eina eyju. Barnið kannar hverja eyju fyrir sig og öðlast reynslu
með því að snerta hana. Barnið rannsakar andlit, hluti og umhverfi sitt með
höndum/fingrum, jafnvel tám og munni. Athygli þess beinist að því að upplifa í
gegnum snertinguna en ekki endilega að andliti, hlut eða umhverfinu sem slíku.
2. Línukortlagning. Barnið tengir saman tvær eða fleiri eyjar til þess að fá heildar-
mynd af umhverfinu og manneskjum í því. Könnun barnsins má líkja við að það
sé að skoða perlufesti. Það skoðar hverja perlu fyrir sig og fer svo yfir til þeirrar
næstu þannig að hver perla er ein eyja. Barnið skoðar t.d. andlitið með því að
fara oft fram og til baka frá einni eyju til annarrar, t.d. frá auga að nefi, frá nefi að
eyra o.s.frv. Línukortlagningin tekur eins langan tíma og nauðsynlegt er fyrir
hvert barn. Það kannar perlufestina fram og til baka þar til það fær heildarmynd.
Þegar það hefur tekist mun hver perla standa fyrir heildina, ef barnið snertir t.d
munninn skynjar það að munnurinn tilheyrir andlitinu.
122