Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 134
BOÐSKIPTI MIKIÐ FATLAÐRA BARNA
Finnur. Daemi 7
Aðstæður: í sófa í stofu Mamma Finnur
6. Ertu þreyttur? Ertu óánægður?Klæjar í nefiðsitt? Strýkur nefið á F. Illt í nefinu, klæjar í nefið sitt? 5. F. fer með höndina að nefinu og strýkur það. 7. F. Togar í nefið.
Á þessu má sjá hvemig móðirin endurtekur það sem þau eru að tala um og gefur hreyf-
ingu Finns þannig merkingu. Hún snertir jafnframt staðinn sem hann hafði sjálfur snert
og notar þannig snertinguna til að undirstrika enn frekar boðskap sinn. Hún hækkar
tóntegundina þegar hún talar (sbr. ungbamaspjall). Þegar Finnur situr við píanóið og
snertir nótnaborðið hvetur hún hann stöðugt áfram: „Já Finnur, fínt hjá þér" o.s.frv.
Við hverju bregðast börnin og hverju ekki?
Börnin bregðast öll við snertingu og rödd mæðra sinna. Skýrt kemur fram að börn-
in eru öll meðvituð um návist mæðra sinna og eru afar örugg hjá þeim. Ef þær viku
frá sýndu þau öll sterk viðbrögð við því. Eitt grætur, annað leitar með augunum og
það þriðja þreifar eftir mömmu. Hjá tveimur bamanna má sjá skýr dæmi um að
þau bregðast við hreyfingum mæðra sinna. Hjá tveimur barnanna mátti sjá að
stundum brast þau athygli þegar mæður þeirra töluðu mikið. Sömu börn sýndu
heldur ekki mikla athygli þegar þær lásu fyrir þau.
Viðbrögð barnanna í samspilshring
Samspil ungbarnsins við foreldra sína fer fram í ákveðinni röð sem endurtekur sig
aftur og aftur. Lena Lier (1991) hefur lýst þessu samspili sem samspilshring og
stuðst er við þá lýsingu hér. í samspilshringnum fer barnið í gegnum fjögur stig
sem eru: athygli, virkni, hlé, útilokun. í samspili við mikið fötluð börn getur reynst
afar erfitt að finna út á hvaða stigi þau eru hverju sinni. Þau hafa styttra úthald, eru
lengur að vinna úr áreitum og þurfa lengri hlé. Öll börnin í rannsókninni sýndu
skýr merki um athygli með því að horfa í andlit mæðra sinna og slökuðu þau þá
yfirleitt vel á og virtust einbeita sér. Þau sýndu líka merki um athygli með því að
gefa frá sér hljóð, spenna líkamann, andardráttur varð hraðari, þau brostu. Erfiðast
reyndist að meta hvenær börnin höfðu þörf fyrir hlé en vísbendingar um það komu
fram á afar mismunandi hátt hjá börnunum. Eitt barnið virtist spenna aftur höfuðið,
annað lét höfuðið falla fram á við, þriðja barnið hálflokaði augunum. Merki um
útilokun greindist einungis hjá tveimur bamanna en þau sýndu merki um það með
því að gráta.
132