Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 136
BOÐSKIPTI MIKIÐ FATLAÐRA BARNA
athuga umhverfi sitt og sína nánustu. Könnun barns er nátengd því að sá sem teng-
ist því mest sé hin örugga höfn fyrir það.
Fram kom í viðtölum við kennara/þroskaþjálfa barnanna að þeir töldu erfitt að
meta könnunargetu barna með svo mikla hreyfihömlun og töldu það væri heldur
ekki sanngjarnt gagnvart þeim. Utanaðkomandi aðili benti á í sínu mati að börnin
könnuðu mögulega bæði umhverfi sitt og sína nánustu með sjóninni ef hún er til
staðar eða heyrninni. Jafnframt komu fram vangaveltur um hvort þroskaprófíllinn
gengi of mikið út frá snertingu þar sem hann er ætlaður daufblindum.
í hópviðtali kom t.d. fram að Finnur kannar umhverfi sitt á eigin spýtur ef hann
hefur aðstæður til þess. Hann á göngugrind sem hann getur sjálfur komið sér áfram
í og þegar hann er í henni, t.d. á heimilinu þar sem hann býr, fer hann ávallt sömu
leiðina og virðist hafa búið sér til reglu í því sambandi. Hann fer fyrst að sjónvarpi í
stofu, snertir það og nemur staðar, síðan ýtir hann sér að glugga sem er í nokkurri
fjarlægð, stansar þar og horfir góða stund, sérstaklega ef sólin skín. Að því loknu
fer hann að blómi sem stendur við hlið gluggans og snertir það. Af þessu má sjá að
oftast er Finnur á 2. stigi í könnun sinni á umhverfi og manneskjum samkvæmt
þroskaprófílnum en eins og í nándinni fer hann einstaka sinnum, einungis við
kjöraðstæður, upp á 3. stigið. Finnur tengir því saman tvær eða fleiri eyjar til þess
að fá heildarmynd af umhverfinu og manneskjum sem í því eru en við kjöraðstæð-
ur þarf hann ekki á þessari línukortlagninu að halda til þess að ná heildarmyndinni.
Samkvæmt mati ofangreindra aðila voru börnin á 1.-3. stigi hvað varðar
könnun (sjá nánar Töflu 2). Utanaðkomandi aðili treysti sér ekki til að meta könnun
hjá tveimur barnanna og taldi að ekki kæmu fram nægilega skýrar vísbendingar
um stöðu þeirra á myndbandinu.
Félagslegt samspil. Gerð er athugun á hvernig barnið bregst við í félagslegu sam-
spili og hvernig mótaðili þess svarar. Skoðað er hvernig barnið og mótaðili þess
hefja samspilið, viðhalda því og halda athygli hvort annars í ákveðinn tíma.
I félagslegu samspili voru börnin sem þátt tóku í rannsókninni metin sam-
kvæmt prófílnum á 1.-3. stigi (sjá nánar töflu 3). A myndbandsupptökunum má t.d.
sjá að Dísa tekur virkan þátt í samspili við móður sína. Hún notar tunguna mikið
og urðu töluverðar umræður um þennan tjáningarmáta hennar í hópviðtalinu.
134