Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 137

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 137
GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR Dísa. Dæmi 4 Hópviðtal (Ég stöðva myndbandið eftir að við höfum séð mjög skýrt dæmi þar sem Dísa hefur svarað mömmu sinni aftur og aftur með því að reka út úr sér tunguna). Sp: Hvemig notar hún tunguna í samspili við ykkur? V.l: Hún svarar alveg markvisst. Við urðum fyrst vissar um þetta í fyrra þegar hún var veik á sjúkrahúsinu. Hún notaði aldrei tunguna þar en um leið og hún fór að hressast fór hún aftur að nota tunguna. Sp: Hún setur oft tunguna mismunandi langt út úr sér. Er það eitthvað sem hægt er að túlka? V.2: Ég hef ekki orðið vör við það. Við reynum alltaf að fá hana til að svara með því að setja tunguna út úr sér og oftast nær gerir hún það. V.3: Hún svarar t.d. alltaf nafninu sínu í samverustund með því að setja út úr sér tunguna. Sp: Hvar haldið þið að hún sé stödd í prófílnum? Það kemur fram mjög skýrt eftirhermuferli á myndbandinu. Við skulum horfa á það. (Spóla að þeim stað). V.3: Já þarna er það greinilega mamma hennar sem hermir eftir atferli Dísu. Sp: Getur hún hermt eftir ykkur? V.3: Nei það held ég ekki. V.2: Nei ég hef ekki séð það. Samkvæmt þessu er Dísa á 2. stigi í félagslegu samspili. Á næsta stigi fyrir ofan er gert ráð fyrir að barnið geti sjálft hermt eftir en það virðist Dísa ekki ráða við. Utan- aðkomandi aðili var sama sinnis. Erfitt reyndist að skilja á milli félagslega samspilsins og boðskiptanna enda er bent á í umfjöllun um prófílinn að slíkt sé afar erfitt á fyrstu þroskastigunum. Fram kom einnig að viðmælendur töldu viðmiðin í prófílnum oft ekki nægilega nákvæm. Boðskipti. Þroskaþjálfar og kennarar barnanna sem þátt tóku í rannsókninni voru sammála um að í boðskiptunum væru bömin á 1.-3. stigi (sjá Töflu 4). Utanaðkom- andi aðili staðfesti þetta og mat á sama hátt. Finnur notar t.d. eitt merki markvisst í samspili sínu við umhverfið, hann nuddar saman höndunum. í þroskaprófílnum er talað um sérhæfð tilfinningaleg merki sem 3. stig. Barn sem er á því stigi hefur yfir ein- hverjum þeim merkjum eða hreyfingum að ráða sem gefa mótaðilanum til kynna að það vilji meira af einhverju. í myndbandsupptökimum kom þetta merki nokkrum sinnum fram og mamma hans túlkaði það á mismunandi hátt. Stundum túlkaði hún það sem að hann hefði áhuga á einhverju sérstöku og reyndi hún þá að geta sér til um hvað það væri. Oft túlkaði hún merkið svo að Finnur vildi fá að drekka. SAMANTEKT í þeirri samantekt sem hér fer á eftir verður tekið mið af rannsóknarspurningunum tveimur. Fyrst verður umræðunni beint að því hvernig boðskiptin fóru fram milli þeirra barna og mæðra sem rannsóknin beindist að. Síðan verður rætt um þroska- prófílinn. 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.