Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Qupperneq 149

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Qupperneq 149
SIGURÐUR KRISTINSSON Til að standast ströngustu kröfur þyrfti skilgreiningin að staðhæfa bæði (iiia) og (iiib). En eru þessar staðhæfingar sennilegar? Mun auðveldara að er fallast á (iiia) en (iiib), enda segir hún minna. í fljótu bragði virðist tiltölulega auðvelt að fallast á að hafi manneskja staðist nægilegar og réttar kröfur námsbrautar sem veitir starfs- réttindi þá hafi hún öðlast eiginlega starfsmenntun á viðkomandi sviði. Erfiðara er að samþykkja þá staðhæfingu (iiib) að manneskja hafi því aðeins öðlast eiginlega starfsmenntun að hún hafi staðist nægilegar og réttar kröfur slíkrar námsbrautar. Gagndæmi við (iiib) væri einstaklingur sem hefur starfsmenntun án þess að hafa nokkurn tíma verið skráður í formlegt nám. Annað dæmi væri einstaklingur sem hefur starfsmenntun án þess að hafa lokið námi sem veitir starfsréttindi. Þessa möguleika er ekki hægt að útiloka með skilgreiningu. Athugið að spurningin er ekki hvort slík dæmi séu líkleg og þaðan af síður hvort snjallt sé fyrir fagstéttir að hafa hátt um þennan möguleika. Spumingin er eingöngu sú hvort þau séu möguleg; hvort réttur skilningur á hugtakinu starfs- mermtun útiloki þau. Mér sýnist þau vel möguleg. Ef tilvist almáttugs Guðs er möguleg má hugsa sér að hann (eða hún) fremji kraftaverk með því að skapa hinn fullkomna kennara, fullmótaðan án hjálpar frá þar til gerðum námsbrautum. Segjum að þetta gerðist og við fengjum tækifæri til að ræða við þennan einstakling um uppeldisfræði, þroskasálfræði, námssálfræði og aðrar bóklegar greinar sem tengjast kennarastarfi, einnig að fylgjast með kennsluaðferðum hans, leggja fyrir hann ýmis próf, kanna árangur og þroska nemenda hans o.s.frv. Mér virðist að ef þessi kennari uppfyllir allar þær væntingar sem gera má til góðs kennara þá hafi hann eiginlega starfsmenntun kennarans, alveg óháð því hvernig þessir hæfileikar hans urðu til. Ef þetta er samþykkt þá blasir við að starfsmenntun verður ekki skilgreind sem afurð tiltekins ferlis (procedural definition), heldur sem ástand sem sjálft hefur til- tekna eiginleika. Ferlisskilgreiningar eiga stundum rétt á sér. Til dæmis vilja sumir skilgreina réttlæti í skiptingu gæða með því að lýsa ferli en ekki útkomu. Einfalt dæmi til skýringar væri að ef peningar skipta um hendur vegna veðmáls sem gengið er til af fúsum og frjálsum vilja og þannig að allir eigi jafna möguleika til vinnings, þá sé endanlegur hlutur hvers og eins sanngjarn, sama hver útkoman er.2 Svo annað dæmi sé tekið kemur það viðhorf til álita að siðadómar séu réttir þá og því aðeins að þeir verði til við umræður sem uppfylla tiltekin skilyrði um leikreglur og þekkingu og teljist þannig frjálsar og skynsamlegar.3 En í ljósi dæmisins um 2 Sjá John Rawls, A Theory ofjustice, Oxford University Press 1973, s. 85-86. Rawls ber þetta saman við það þegar gengið er út frá því að ákveðin tegund skiptingar sé sanngjöm, t.d. jöfn skipting, og í ljósi þess reynt að upp- götva ferli sem tryggi þess konar útkomu. Til dæmis megi treysta því að útkoman í skiptingu tertu á milli hungraðra afmælisgesta verði jöfn ef þeirri reglu er fylgt að sá sem sker tertuna fái síðustu sneiðina (s. 85). 3 Þýski heimspekingurinn Júrgen Habermas er oft talinn helsti málsvari þessa viðhorfs. Kenningar hans um þetta efni eru í brennidepli í nýlegum skoðanaskiptum íslenskra heimspekinga um hlutverk heimspekilegrar siðfræði, sjá Vilhjálm Árnason, „Leikreglur og lífsgildi. Hugleiðing um hlutverk siðfræðinnar," Broddflugur, Háskólaútgáfan 1997, s. 194-204; „Hvers er siðfræðin megnug? Frekari hugleiðingar um leikreglur og lífs- gildi," í Jón Á. Kalmansson ritstj. Hvers er siðfræðin megnug? Siðfræðistofnun 2000, s. 145-168; og „Á rauðu ljósi: Andsvar við gagnrýni á „Leikreglur og lífegildi,"" í Hvcrs er siðfræðin megnug, s. 219-238; einnig Róbert H. Haraldsson, „Einræða, umræða og samræða: Um leikreglur og lífsgildi," í Hvers er siðfræðin megnug, s. 169-188 og Jón Á. Kalmansson, „Hlutverk siðfræðinnar?" í Hvers er siðfræðin megnug, s. 189-217. 147
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.