Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 150
KENNING OG STARF í STARFSMENNTUN
kennarann sem verður til fyrir kraftaverk, má hafna því að skilgreina skuli hug-
takið starfsmenntun (a.m.k. kennaramenntun) út frá eiginleikum menntunarfer-
ilsins. Það, hvort maður hefur eiginlega kennaramenntun virðist fara eftir eigin-
leikum og hæfileikum hans sjálfs, óháð því hvernig hann öðlaðist þá.
Segjum þá að skilgreiningu (iiib) sé hafnað. Eigum við þá að fallast á skil-
greiningu (iiia)? Á því eru tvenn vandkvæði. Hin fyrri eru þau sem ég hef þegar
vikið að, þ.e. að (iiia) er ekki fullgild skilgreining vegna þess að hún tilgreinir ein-
ungis nægilegt skilyrði starfsmenntunar. Þetta er þó alls enginn dauðadómur yfir
skilgreiningunni, því nægileg skilyrði geta varpað ljósi á hugtök án þess að gera
þeim tæmandi skil og raunar er álitamál í heimspeki hvort krafan um að skilgreina
með nægilegum og nauðsynlegum skilyrðum eigi rétt á sér. Staðhæfing (iiia) gæti
því verið sönn og gagnleg til skilnings á starfsmenntunarhugtakinu jafnvel þótt
hún tilgreini ekki nauðsynlegt skilyrði starfsmenntunar.
Seirtni vandkvæðin eru alvarlegri. Þau eru að draga má í efa að það skilyrði
sem (iiia) vísar til sé í raun nægilegt skilyrði eiginlegrar starfsmenntunar. Skilyrðið
er að einstaklingurinn hafi lært það sem ætlast var til á námsbraut sem veitir
starfsréttindi og gerir réttar og nægilegar kröfur. En hugsum okkur nú að eiginleg
starfsmenntun sé ástand eða samansafn hæfileika sem engin leið er að tryggja að
fólk öðlist sama hvers konar kröfur eru gerðar í formlegu starfsgreinanámi. Ef
svona væri í pottinn búið myndu bestu kröfur sem mögulegt er að gera ekki tryggja
að sá/sú sem stenst þær hafi eiginlega starfsmenntun. Engu að síður yrði að kalla
slíkar kröfur nægilegar og réttar, fyrst þær eru eins fullkomnar og kröfur í starfs-
greinanámi geta orðið. Við höfum þá komið auga á röklegan möguleika, „mögu-
legan heim" á máli heimspekinnar, þar sem einstaklingar gætu uppfyllt skilyrði
skilgreiningar (iiia) en samt sem áður ekki haft eiginlega starfsmenntun.
Ef til vill er þetta ekki bara röklegur möguleiki. Ef til vill er veruleikinn svona í
raun - að jafnvel fullkomlega heppnað skipulag starfsnáms tryggi ekki að þeir sem
standast kröfur þess hafi eiginlega starfsmenntun. Hins vegar má eflaust slá því föstu
að fullkomið starfsnám tryggi að nemandinn öðlist einhverja af þeim eiginleikum sem
eiginleg starfsmenntun felur í sér. Ef svo væri ekki væri varla hægt að tala um „nægi-
legar og réttar" kröfur og varla til mikils að halda úti skipulögðu starfsgreinanámi.
Af þessum ógöngum skilgreininga (i) (ii) og (iii) má draga þá ályktun að líta
beri á starfsmenntun fyrst og fremst sem ástand eða samansafn hæfileika. Starfs-
greinanám er samkvæmt þessu leið að ákveðnu marki, en ekki ferli sem lýtur eigin
lögmálum og tryggir að útkoman standi undir nafni sem starfsmenntun. Þessa
ályktun má nota til að stinga upp á eftirfarandi skilgreiningu á hugtakinu starfs-
menntun:
(iv) Manneskja hefur starfsmenntun ef og aðeins ef hún hefur þá hæfi-
leika sem fagmennska á viðkomandi starfssviði samanstendur af.
Þarna er í fyrsta sinn minnst á fagmennsku, þó svo að hugmyndin hafi vissulega
legið í loftinu. Fagmennska er í sjálfu sér flókið og merkilegt hugtak sem ég ætla
ekki að reyna að skilgreina nákvæmlega, en langar þó að ræða betur hér á eftir. Ef
við föllumst á skilgreiningu (iv) komumst við ekki hjá því að hugleiða nánar hvað
148