Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 154
KENNING OG STARF i STARFSMENNTUN
felur í sér eru öðrum þræði siðferðilegir. Að vera fær í sínu fagi er dygð og hún er
ofin úr tveimur þáttum, öðrum tæknilegum og hinum siðferðilegum. Tæknilegi
þátturinn felst í því að hafa kunnáttu og færni til að ná fyrirfram gefnum markmið-
um á viðkomandi starfssviði. Til dæmis að geta fjarlægt sprunginn botnlanga sé
þess óskað. Eða að geta samið og framfylgt kennsluáætlun. En slík færni ein og sér
tryggir ekki fagmennsku. Fagmanneskjan gerir sér grein fyrir þeim markmiðum
sem störf hennar þjóna, hún leggur skynsamlegt mat á þessi markmið og gætir þess
að gera það eitt sem líkur eru á að þjóni þörfu og réttmæti hlutverki hennar sem
fagmanneskju. Þar tekur hún annars vegar mið af því sem kalla má frumskuldbind-
ingu starfsins, þ.e. þeim grundvallartilgangi sem fagstéttin þjónar í samfélaginu.
Barnakennari hefur það til dæmis væntanlega að meginmarkmiði að koma bömum
til þroska eins og hæfileikar þeirra standa til og búa þau undir þátttöku í lýðræðis-
þjóðfélagi. Hins vegar tekur fagmanneskjan mið af því sem kalla má almennar sið-
ferðisskyldur. Hún svíkur ekki loforð eða segir ósatt nema brýna nauðsyn beri til,
o.s.frv. Hún uppfyllir þessar siðferðilegu kröfur með því að hafa þá kosti sem prýða
góða fagmanneskju.10
HVERNIG MÁ STUÐLA AÐ ÞROSKA
FAGMENNSKRA EIGINLEIKA
í ljósi þessara almennu atriða má spyrja hvaða einstöku markmið sé skynsamlegt að
setja í starfsgreinanámi. Hvernig verður best stuðlað að starfsgreinamenntun? Hvers
konar þjálfun og skólun er líklegust til að þroska fagmennska eiginleika? Ég hef haldið
því fram að góð fagmanneskja búi yfir siðferðilegri og tæknilegri fæmi. Ég hef ekki
minnst einu orði á fræðilega eða bóklega þekkingu. Má draga þá ályktun að starfs-
greinamenntun ætti fyrst og fremst að snúast um að „læra til verka" með því að temja
sér góða siði og árangursríkar starfsvenjur, en miklu síður um bóklegar menntir?
Slík ályktun væri úr lausu lofti gripin. Einu forsendurnar sem ég hef rökstutt
eru þær að markmið starfsskólunar sé þroski „fagmennskra" eiginleika og að þeir
eiginJeikar feli í sér tæknilega og siðferðilega færni. Ekkert sem sagt hefur verið
útilokar gagnsemi bóklegrar iðju til að ýta undir þroska þessara eiginleika. Spurn-
ingin um hlutföll og áherslur í námskrá er stór og flókin. Ég vík nú að lokum stutt-
lega að henni í ljósi fyrrgreindra atriða.
Svo byrjað sé á hinum tæknilega þætti faglegra mannkosta, þá má fullyrða að
þekking á hinu almenna er nátengd hæfileikanum til að ná flóknum og erfiðum
markmiðum. Sá sem einungis hefur verið vaninn á tiltekna aðferð án þess að hafa
nokkurn skilning á því hvers vegna hún ber árangur, er ekki hæfur til að bregðast
við breyttum aðstæðum sem valda því að önnur aðferð dugar betur. Skipstjórnar-
mönnum hefur löngum verið ætlað að standa skil á þeirri fræðilegu eða bóklegu
þekkingu sem nauðsynleg er til að geta komist leiðar sinnar um úthöfin jafnvel þótt
öll nútímasiglingatæki vantaði. Himintunglin og sextanturinn eiga að geta dugað.
10 Ég fjalla nánar um tengsl siðferðis og fagmennsku í bókinni Siðareglur, Siðfræðistofnun 1991, s. 17-31; og í
„Skyldur og ábyrgð starfsstétta," í Róbert H. Haraldsson ritstj. Erindi siöfrieöinnar, Siðfræðistofnun 1993, s.
131-150.
252