Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 154

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 154
KENNING OG STARF i STARFSMENNTUN felur í sér eru öðrum þræði siðferðilegir. Að vera fær í sínu fagi er dygð og hún er ofin úr tveimur þáttum, öðrum tæknilegum og hinum siðferðilegum. Tæknilegi þátturinn felst í því að hafa kunnáttu og færni til að ná fyrirfram gefnum markmið- um á viðkomandi starfssviði. Til dæmis að geta fjarlægt sprunginn botnlanga sé þess óskað. Eða að geta samið og framfylgt kennsluáætlun. En slík færni ein og sér tryggir ekki fagmennsku. Fagmanneskjan gerir sér grein fyrir þeim markmiðum sem störf hennar þjóna, hún leggur skynsamlegt mat á þessi markmið og gætir þess að gera það eitt sem líkur eru á að þjóni þörfu og réttmæti hlutverki hennar sem fagmanneskju. Þar tekur hún annars vegar mið af því sem kalla má frumskuldbind- ingu starfsins, þ.e. þeim grundvallartilgangi sem fagstéttin þjónar í samfélaginu. Barnakennari hefur það til dæmis væntanlega að meginmarkmiði að koma bömum til þroska eins og hæfileikar þeirra standa til og búa þau undir þátttöku í lýðræðis- þjóðfélagi. Hins vegar tekur fagmanneskjan mið af því sem kalla má almennar sið- ferðisskyldur. Hún svíkur ekki loforð eða segir ósatt nema brýna nauðsyn beri til, o.s.frv. Hún uppfyllir þessar siðferðilegu kröfur með því að hafa þá kosti sem prýða góða fagmanneskju.10 HVERNIG MÁ STUÐLA AÐ ÞROSKA FAGMENNSKRA EIGINLEIKA í ljósi þessara almennu atriða má spyrja hvaða einstöku markmið sé skynsamlegt að setja í starfsgreinanámi. Hvernig verður best stuðlað að starfsgreinamenntun? Hvers konar þjálfun og skólun er líklegust til að þroska fagmennska eiginleika? Ég hef haldið því fram að góð fagmanneskja búi yfir siðferðilegri og tæknilegri fæmi. Ég hef ekki minnst einu orði á fræðilega eða bóklega þekkingu. Má draga þá ályktun að starfs- greinamenntun ætti fyrst og fremst að snúast um að „læra til verka" með því að temja sér góða siði og árangursríkar starfsvenjur, en miklu síður um bóklegar menntir? Slík ályktun væri úr lausu lofti gripin. Einu forsendurnar sem ég hef rökstutt eru þær að markmið starfsskólunar sé þroski „fagmennskra" eiginleika og að þeir eiginJeikar feli í sér tæknilega og siðferðilega færni. Ekkert sem sagt hefur verið útilokar gagnsemi bóklegrar iðju til að ýta undir þroska þessara eiginleika. Spurn- ingin um hlutföll og áherslur í námskrá er stór og flókin. Ég vík nú að lokum stutt- lega að henni í ljósi fyrrgreindra atriða. Svo byrjað sé á hinum tæknilega þætti faglegra mannkosta, þá má fullyrða að þekking á hinu almenna er nátengd hæfileikanum til að ná flóknum og erfiðum markmiðum. Sá sem einungis hefur verið vaninn á tiltekna aðferð án þess að hafa nokkurn skilning á því hvers vegna hún ber árangur, er ekki hæfur til að bregðast við breyttum aðstæðum sem valda því að önnur aðferð dugar betur. Skipstjórnar- mönnum hefur löngum verið ætlað að standa skil á þeirri fræðilegu eða bóklegu þekkingu sem nauðsynleg er til að geta komist leiðar sinnar um úthöfin jafnvel þótt öll nútímasiglingatæki vantaði. Himintunglin og sextanturinn eiga að geta dugað. 10 Ég fjalla nánar um tengsl siðferðis og fagmennsku í bókinni Siðareglur, Siðfræðistofnun 1991, s. 17-31; og í „Skyldur og ábyrgð starfsstétta," í Róbert H. Haraldsson ritstj. Erindi siöfrieöinnar, Siðfræðistofnun 1993, s. 131-150. 252
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.