Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 162

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 162
UMHVERFISMENNT í ÍSLENSKUM SKÓLUM árum um umhverfismennt en áður, en ráðstefnan Miljö91 örvaði þá starfsemi mjög eða öllu heldur undirbúningurinn fyrir hana. Ennfremur má rekja mikilvægar ákvarðanir Námsgagnastofnunar um útgáfu á námsefni í þágu umhverfismenntar til þessara ára. Hliðstætt gegnumbrot og viðurkenning á umhverfismennt í reynd hafði gerst 10-15 árum áður hjá nágrannaþjóðunum t.d. Svíum (Stefán Bergmann 1995). MAÐUR, NÁTTÚRA, UMHVERFI, MENNING Nýjar áherslur og viðfangsefni geta átt erfitt uppdráttar í skólum og sjaldnast eru gerðar umfangsmiklar skipulagsbreytingar til að rýma til fyrir þeim. Umhverfis- mennt er dæmi um þetta. Hún er eins konar kall tímans og viðleitni til að auka menntun varðandi manninn og umhverfi hans og til að þroska færni til að byggja upp haldbær samskipti manns og náttúru og skynsamlega mótun umhverfisins með komandi kynslóðir í huga. Umhverfismennt var ekki gerð að nýrri námsgrein í grunnskólum í nágranna- löndum og er það ekki heldur hér á landi. Farin er sú leið að gera hana að nýrri vídd í kennslugreinum sem fyrir eru eða taka hana upp í þverfaglegum umhverfisverk- efnum. Fyrir þessu eru vissulega allgóð rök, s.s. margbreytileiki viðfangsefnanna og þverfaglegt eðli þeirra. En það reynir mjög á skilning og skilgreiningu á því hvað umhverfismennt er og á skipulag og frumkvæði í skólunum við þessar aðstæður. Að mati greinarhöfundar fjallar kjarni umhverfismenntar um manninn í nátt- úrunni og umhverfinu. Eiginleg viðfangsefni umhverfismenntar birtast um leið og spurt er spurninga um stöðu mannsins, skilning hans, gildismat, samskipti hans við náttúruna og umhverfið og viðleitni til að bæta þessi samskipti. Það er vissulega unnt að kenna náttúrufræði og aðrar greinar án þess að spurt sé spurninga um þátt mannsins og stöðu. Sé það hins vegar gert í þessum greinum kemur fram sú nýja vídd sem umhverfismenntin stendur fyrir. Af þessu má ráða að nútíma umhverfismennt er víðtæk að eðli og nær til margra þátta ekki síst náttúrulegs umhverfis og þeirrar menningar og viðhorfa sem maðurinn þróar í samfélögum sínum um samskiptin við það. FRAMGANGUR UMHVERFISMENNTAR Það kunna að vera margar skýringar á því hvers vegna hægt gengur að taka upp nýjungar eins og nútímalega umhverfismennt í skólastarfi. Hluti þeirra kann að felast í skólamenningunni og hefðunum og áreiðanlega þarf heilmikla vitundar- vakningu breiðs hóps til að yfirvinna hindranir og hefjast handa. Skýringar geta einnig legið í þróun umhverfismenntar sem hefur stundum staðnað í óheppilegu fari og valdið vonbrigðum. Dæmi um þetta er tilhneiging til að leggja of mikla áherslu á einhliða lýsingu á umhverfisvandamálum í umhverfismennt eða á þátt náttúruvísindanna í umfjöllun um þau. Það er hlutverk kennara og fræðimanna á þessu sviði að brjótast út er slíkum farvegi og endurnýja aðferðir og leiðir og sýn á hlutverk umhverfismenntar með markvissu skólaþróunarstarfi. 160
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.