Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 163

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 163
STEFÁN BERGMANN Margt hefur áhrif á stöðu umhverfismenntar og framkvæmd hennar. Má þar nefna áhuga og umræðu í samfélaginu á hverjum tíma, frumkvæði og örvun stjórn- valda, grunnmenntun og símenntun kennara. Umhverfisfræðin og umhverfismálin breytast með nýrri þekkingu og viðhorfum sem kalla á breyttar áherslur umhverfis- menntar. Ný hugsun og stefnumörkun í samfélaginu hefur áhrif, t.d. stefnumörkun stjórnvalda um sjálfbæra þróun auðlinda og samfélags og ýmsar hugmyndir um hvernig maðurinn getur unnið með náttúrunni. Af einstökum atburðum í íslensku samfélagi um þessar mundir má nefna eftir- farandi sem haft geta veruleg áhrif á stöðu umhverfismenntar: Áhugi sveitarfélaga fyrir gerð Staðardagskrár 21 fyrir sjálfbæra þróun beinir kastljósinu að mikilvægi og hlutverki umhverfismenntar bæði í skólum og fyrir almenning, en um 30 sveitarfélög vinna að gerð slíkrar áætlunar fyrir sitt samfélag. Ef til vill er þetta áhrifamesti einstaki samfélagsþátturinn sem hér er að verki og hafa mun veruleg áhrif á næstu árum. Aðrir þættir eru mikil umræða í samfélaginu um auðlindanýt- ingu, landnýtingu og virkjanir, ný vinnubrögð við ákvarðanatöku í umhverfismál- um með umhverfismati og þróun valkosta við auðlindanýtingu; aukin reynsla af skólaverkefnum í umhverfismennt mun skila sér og ungir kennarar brautskráðir sl. 10 ár hafa fengið meiri innsýn í umhverfismennt en áður var; stofnun Umhverfis- fræðsluráðs 1997 sem samstarfsvettvangs stjórnvalda, stofnana og samtaka um umhverfisfræðslu, var mikilvægt skref til styrktar framgangi umhverfismenntar sbr. gerð umhverfisvefs og tvær ráðstefnur um umhverfismennt 1999 og 2000 sem ráðið hefur þegar beitt sér fyrir; framhaldsnám við Háskóla íslands í umhverfis- fræðum fjölgar þeim sem fá góðan undirbúning í umhverfisfræðum og eflir rann- sóknir; loks mun þróun upplýsingatækni í skólum og nýjar aðalnámskrár opna nýja möguleika og svigrúm. Það gerist því margt sem getur haft jákvæð áhrif á útbreiðslu og gæði umhverf- ismenntar sem skólarnir og aðrir sem að umhverfismennt starfa geta unnið úr. HVER ER STAÐA UMHVERFISMENNTAR í SKÓLUM? Þekking á raunverulegri stöðu umhverfismenntar í skólum er takmörkuð. Sérstakar rannsóknir hafa ekki verið gerðar í seinni tíð til glöggvunar á útbreiðslu hennar og viðfangsefnum og verður því að tengja saman atburði og brot til að skapa sér mynd af því hver staðan er. Þorvaldur Örn Árnason kennari og námstjóri í umhverfismennt um tveggja ára skeið hefur haldið mörgu til haga um sögu umhverfismenntar í bók sinni Um- hverfismennt um það sem gert hefur verið á íslandi á sviði umhverfismenntar síð- asta áratuginn (Þorvaldur Örn Árnason 1998). Könnun á stöðu umhverfismenntar var gerð árið 1990 með spurningalistum í leik-, grunn- og framhaldsskólum, sem var liður í undirbúningi undir ráðstefnuna Miljö91. Þar koma m.a. fram vísbendingar um hver voru algeng viðfangsefni skól- anna á þeim tíma á sviði umhverfismenntar. Svörun skólanna var hins vegar frekar lítil. í Ijós kom að fjölbreytni viðfangsefna virtist veruleg í svarendahópnum, en út- breidd viðfangsefni voru einkum áherslur í landgræðslu, skógrækt, gróðurvernd, 161
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.