Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Síða 165
STEFÁN BERGMANN
Kannski gengur námskráin óþarflega skammt í að leiðbeina um þetta? Einkum eru
svokölluð þrepamarkmið ekki nægilega útfærð með tilliti til umhverfismenntar.
Veruleg breyting verður á stöðu umhverfismenntar í framhaldsskólum með
hinni nýju aðalnámskrá. Umhverfismennt setur nú mark sitt á þrjú náttúrufræði-
námskeið í almennum kjarna framhaldsskólans, einkum jarðfræði- og eðlisfræði-
námskeiðin. Umhverfismennt er síðan aðallega innan landafræði og lífsleikni, og
þverfaglegur áfangi í umhverfismennt er valgrein á náttúrufræðibraut (Aðalnám-
skrá framhaldsskóla 1999). Þessi skipan er veik og greinarnar eru fáar sem taka upp
umhverfismennt og valáfangar eru einangraðir og ekki aðgengilegir nema fáum
nemendum. Tími náttúrufræðinnar í almennum kjarna er takmarkaður og kann
það að hafa veruleg áhrif á framgang umhverfisáherslurtnar innan þeirra.
UMRÆÐA OG TILLÖGUR
Það virðist vera flóknara mál en haldið var í fyrstu að innleiða nútíma umhverfis-
mennt í skóla og samfélag. Það ferli tekur verulegan tíma og er mörgu háð. Líklegt
er að það taki talsvert lengri tíma hér en í stærri samfélögum með öflugri stofnanir
og samtök og aðra skólamenningu. Um 10-15 ár liðu frá frumkvöðlatímabilinu á 8.
áratugnum áður en umhverfismennt nær umtalsverðri útbreiðslu og viðurkenn-
ingu í íslenskum skólum á árunum 1989-1991. Á þeim 10 árum sem síðan eru liðin
hefur margt gerst, sem stuðlar að útbreiðslu hennar og þróun. Annars vegar er það
ákveðin innri uppbygging, ný viðhorf í samfélaginu og fleiri þjálfaðir þátttakendur
að störfum á umhverfissviðinu og við umhverfismennt, hins vegar er það þróun
innan umhverfismenntar, ný reynsla, skilningur og áunnin færni sem hefur áhrif.
Umhverfismennt er ekki hefðbundið viðfangsefni skóla og mun því lengi enn
verða háð ýmsum breytingum í samfélaginu og í skólum og búa við ákveðinn
óstöðugleika. Dæmi um þetta eru úr skólum sem sinna umhverfismennt af áhuga í
ákveðinn tíma, en fylgja henni síðan lítið eftir. Dæmi úr Kennaraháskóla íslands
vísar í sömu átt. Á árunum 1991-2000 var samkvæmt námskrá kveðið á um að allir
kennaranemar ljúki námskeiði um umhverfismennt. Svo er ekki lengur en þess í
stað var ákveðið að umhverfismennt verði annars vegar áfangi í frjálsu vali og hins
vegar verði áhersla á hana aukin í sem flestum námsgreinum (Náms- og kennsluskrá
KHÍ 2000-2001).
Umhverfismennt ætti að skilgreina sem viðfangsefni skóla í skólanámskrám.
Mikilvægt er að hún haldi sveigjanleika í vinnubrögðum og aðlögunarhæfni til að
geta mætt breytingum og framvindu sem á sér stað og gagnist þannig einstakling-
um og samfélagi sem best á hverjum tíma. Margt mælir því með öflugu skólaþró-
unarstarfi og umræðum um eðli hennar og möguleika. Norræna MUVIN-verkefnið
er gott dæmi um það.
Áhugaverðar eru ábendingar sem fram hafa komið um möguleika á að reynsla
af vinnuaðferðum í umhverfismennt geti haft áhrif á almenna skólaþróun, m.a. í
því hvernig nálgast má samþætt og flókin viðfangsefni, tengja skóla samfélaginu
sem hann þjónar, auka ábyrgð nemenda á námi sínu og breyta hlutverki kennarans
í leiðsagnar-og verkstjórnarhlutverk (Stefán Bergmann 1995b; Breiting o.fl. 1997).
163