Hugur - 01.01.1994, Side 60

Hugur - 01.01.1994, Side 60
58 Jóhann Páll Arnason HUGUR varðar hugtakið um sjálfsvísandi kerfi, þá hafa gagnrýnendur Luhmanns lagt áherslu á tengsl þess við heimspekihefðina, sem Luhmann viðurkennir ekki, hefð sem einnig stuðlaði að þróun hugmynda um samfélagið sem geranda eða viðfang á öðru stigi. Gagnrýnin umræða um kenningar Luhmanns verður að taka á öllum þessum atriðum. Það sem á eftir fer er afmarkað við sértækt vandamál: endurskilgreiningu Luhmanns á lýðræði og þá gagnrýni á eldri kenningar sem hún birtir. Ef hugsunin að baki ríkjandi viðmiðum í félagsfræði leiðir til hugtakalegrar afmörkunar á lýðræði, eins og ég hef gefið í skyn, má líta á kenningu Luhmanns sem hápunkt þeirrar stefnu. Hún veitir stjómmálum, sem undirkerfi samfélagsins, víðtækara sjálfstæði en hefðbundnari útgáfur verkhyggju, en sú eftirgjöf þjónar þeim tilgangi að setja lýðræðinu mun gagnlegri skorður; eftir því sem stjórnmála- sviðið er sjálfhverfara, verður auðveldara að halda því fram að mörk þess séu hin sömu og lýðræðislegra aðferða. Hvert undirkerfi hefur sína sérstöku mælikvarða sem stjórna þeim ferlum sem þar um ræðir og tengslum þeirra við önnur undirkerfi og þessir kvarðar byggjast á tvíþættri aðgreiningu á jákvæðum og neikvæðum gildum. Sú aðgrein- ing sem skiptir höfuðmáli í nútímastjórnarháttum í augum Luhmanns er „klofinn toppur“, það er aðgreining stjórnar og stjórnarandstöðu. Ekki ber að skilja óbeinan samanburðinn við sannar eða ósannar tilgátur á sviði vísinda, eða það sem er þessa heims eða annars í trú- málum, sem hugsunarvillu; allar aðgreiningar hafa farið gegnum jöfn- unarmyllu kerfiskenningarinnar, og sannleik og guðdóm er búið að smætta niður á það stig að samanburðurinn við þingræðisleg stjórnmál er ekki lengur óviðeigandi. Frá þessu sjónarhorni virðist notkunin á orðinu „lýðræði" vera söguleg tilviljun: raunverulegur tilgangur þess kerfis sem það á að lýsa er skilvirkari meðferð og dreifing valds. IV Þess er ekki kostur að ráðist í heildstæða gagnrýni á kenningar Luhmanns hér — fremur ber að skilja lokaorð mín sem túlkunar- fræðileg aðfararorð að slíkri gagnrýni. Ég vil sérstaklega vekja máls á þremur spurningum um þær forsendur sem Luhmann sjálfur segist byggja á.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.