Hugur - 01.01.1994, Síða 60
58
Jóhann Páll Arnason
HUGUR
varðar hugtakið um sjálfsvísandi kerfi, þá hafa gagnrýnendur
Luhmanns lagt áherslu á tengsl þess við heimspekihefðina, sem
Luhmann viðurkennir ekki, hefð sem einnig stuðlaði að þróun
hugmynda um samfélagið sem geranda eða viðfang á öðru stigi.
Gagnrýnin umræða um kenningar Luhmanns verður að taka á
öllum þessum atriðum. Það sem á eftir fer er afmarkað við sértækt
vandamál: endurskilgreiningu Luhmanns á lýðræði og þá gagnrýni á
eldri kenningar sem hún birtir.
Ef hugsunin að baki ríkjandi viðmiðum í félagsfræði leiðir til
hugtakalegrar afmörkunar á lýðræði, eins og ég hef gefið í skyn, má
líta á kenningu Luhmanns sem hápunkt þeirrar stefnu. Hún veitir
stjómmálum, sem undirkerfi samfélagsins, víðtækara sjálfstæði en
hefðbundnari útgáfur verkhyggju, en sú eftirgjöf þjónar þeim tilgangi
að setja lýðræðinu mun gagnlegri skorður; eftir því sem stjórnmála-
sviðið er sjálfhverfara, verður auðveldara að halda því fram að mörk
þess séu hin sömu og lýðræðislegra aðferða. Hvert undirkerfi hefur
sína sérstöku mælikvarða sem stjórna þeim ferlum sem þar um ræðir
og tengslum þeirra við önnur undirkerfi og þessir kvarðar byggjast á
tvíþættri aðgreiningu á jákvæðum og neikvæðum gildum. Sú aðgrein-
ing sem skiptir höfuðmáli í nútímastjórnarháttum í augum Luhmanns
er „klofinn toppur“, það er aðgreining stjórnar og stjórnarandstöðu.
Ekki ber að skilja óbeinan samanburðinn við sannar eða ósannar
tilgátur á sviði vísinda, eða það sem er þessa heims eða annars í trú-
málum, sem hugsunarvillu; allar aðgreiningar hafa farið gegnum jöfn-
unarmyllu kerfiskenningarinnar, og sannleik og guðdóm er búið að
smætta niður á það stig að samanburðurinn við þingræðisleg stjórnmál
er ekki lengur óviðeigandi. Frá þessu sjónarhorni virðist notkunin á
orðinu „lýðræði" vera söguleg tilviljun: raunverulegur tilgangur þess
kerfis sem það á að lýsa er skilvirkari meðferð og dreifing valds.
IV
Þess er ekki kostur að ráðist í heildstæða gagnrýni á kenningar
Luhmanns hér — fremur ber að skilja lokaorð mín sem túlkunar-
fræðileg aðfararorð að slíkri gagnrýni. Ég vil sérstaklega vekja máls á
þremur spurningum um þær forsendur sem Luhmann sjálfur segist
byggja á.