Hugur - 01.01.1994, Page 64

Hugur - 01.01.1994, Page 64
62 Jóhanti Páll Ámason HUGUR Það er til önnur túlkun og vörn fyrir lýðræði sem er ekki eins einkennandi fyrir stjórnmálahugsun samtímans, en sem nokkrar vonir má binda við að mínu viti: Meginregla lýðræðislegra stofnana er, samkvæmt þessari túlkun, að skýra innri árekstra og togstreitu og að kveða upp úr um misvísandi gildi og sjónarhorn sem eru jafn mikil- væg fyrir sjálfsskilning stofnana og fólks. Nákvæm útlistun er ógerleg í stuttum eftirmála, en eitt klassískt dæmi og annað úr samtímanum gætu skýrt nokkur atriði. Klassíska dæmið er velþekkt — en ekki alltaf jafn vel skilið — umræða Tocquevilles um vandmeðfarin tengsl jöfnuðar og frelsis: þau standa fyrir gildisafstöðu sem er gjörólík og kunna að stangast á, og saga nútíma lýðræðis er framar öðru mótuð af gagnverkun þeirra. Löngunin til að umbreyta togstreitunni milli þeirra í stuðning — og því til að láta frelsi og jöfnuð mætast — er eins mikilvæg fyrir nútíma lýðræði og boðorðið um málamiðlun milli þeirra tveggja. Samtímadæmið sem ég tek er úr lýðræðisgreining Alain Touraines í nýjustu bók hans.16 Hann lítur á lýðræði sem síbreytilega og sífellt erfiða samþættingu þriggja lögmála: Endanlegt vald almennings (þ.e. hugmyndin um stjórnvald sem er upprunnið hjá og notað af félags- verum), mannréttindi (þau takmörk sem stjórnvaldi eru sett á grund- velli þátta sem standa utan sviðs stjórnmálanna), og fulltrúaeinkenni stjórnstofnana (sem byggir á getu félagsvera til að skýra hagsmuni sína og koma þeim til skila). Of mikil áhersla á einn þátt á kostnað annars getur ekki annað en leitt af sér fátæklegt eða afbakað lýðræði. Mögulegt er að mótmæla þessu og halda því fram að tengja megi þessi þrjú atriði við sameiginlegan grunn: hugmyndin um sjálfræði í víðum skilningi sem felur í sér tengsl þjóðfélags við stofnanir sínar líkt og tengsl einstaklinga.við hið sameiginlega vald, samfélagið og ríkið. En jafnvel þótt við föllumst á þessa mynd af sjálfræði, þá er það eftir sem áður rétt að einungis er hægt að leiða af henni reglur og boð innan tiltekinna ramma (einstaklings og samfélags, þjóðfélags og sviðs stjórnmálanna). Sérhver þeirra felur í sér sérstök vandamál og það er engin fyrirfram gefin leið til að samræma þau. Að þessu leyti er áhersla Touraines á Qölþætta formgerð lýðræðisins réttlætanleg. Ágúst Hjörtur Ingþórsson þýddi 16 Alain Touraine, Critique de la modernité (París, 1992).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.