Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 75

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 75
HUGUR Að gera eða að vera 73 eftir hádegið, mjólka kýrnar fyrir kvöldmatinn og tala svo um bók- menntir þegar ég er búinn að borða.“15 í þessu framtíðarríki er hver maður prússneskur óðalsbóndi, og öllum líður afskaplega vel. Hausarnir þrír eru auðvitað á einu máli. Sambandið milli kenninga þeirra liggur í augum uppi. Athafnasiðfræðin krefst þess að hugað sé að markmiðum, og á endanum að endanlegu markmiði, hverrar mannlegrar athafnar. Og þar getur naumast orðið annað fyrir okkur en ánægjan. Hvað stoðar það manninn þótt hann vinni hálfan heiminn ef hann er svo óánægður með hann eftir allt saman? Og eins og Mill segir um mannlegt siðferði þá er grundvöllur þess „öldungis einstaklingsbundin tilfinning í hugskoti hvers og eins.“16 Og af þessari sannfæringu flýtur auðvitað tvíhyggjan um staðreyndir og verðmæti, um algild sannindi og einstaklingsbundnar tilfinningar. IV Markhyggju hafnað Og er nú að þvf komið að reyna að takast á við trölla. Ég hafði fáein orð eftir Aristótelesi um markvísi mannlegrar breytni, og lauk þeirri hugleiðingu hans á tilvísun til hinna æðstu gæða. Af þessu mega menn ekki draga þá ályktun að Aristóteles hafi verið nytjastefnumaður. Öðru nær — eins og ráða má af svofelldum orðum eins mesta postula allrar upplýsingar: „Fornir spekingar þrættu um hin æðstu gæði. Þeir hefðu eins getað spurt hver væri hinn æðsti blámi, hin æðsta kjötkássa, hinn æðsti göngutúr, hinn æðsti lestur. Hver maður finnur sín lífsgæði á sínum stað og nýtur þeirra eftir megni, hver með sínum hætti.“ ^ Svo kvað Voltaire. Nú, hver var þá skoðun Aristótelesar, kunna menn að spyrja. Hyggjum að henni unt stund. I Siðfrœði Níkomakkosar segir á einum stað: „hai de praxeis allón hencka," sem útleggst „öll breytni miðar að einhverju öðru.“ Hér vill hugsandi maður spyrja: hvað um það sem við gerum sjálfs þess vegna og einskis annars? Eins og ég spila á 15 Karl Marx, Die deutsche Ideologie, í Karl Marx/Friedrich Engels, Werke, III, (Berlín, 1962), s. 33. 16 J.S. Mill, Utilitarianism, s. 281. 17 Voltaire, „Bien, souverain bien,“ í Dictionnaire philosophique, (París, 1967).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.