Hugur - 01.01.2002, Page 9
Hugur, 12.-13. ár, 2000-2001
s. 7-22
Logi Gunnarsson
Er skynsamlegt að vera dyggur, trúr
og tryggur?1
Fyrirlestur í Reykjauíkurakademíunni
Tilgangur fyrirlestrarins er tvíþættur: í fyrsta lagi að fjalla almennt um
efni bókar minnar Making Moral Sense: Beyond Habermas and Gauthi-
er sem kom út á síðasta ári. (Hana mætti kalla á íslensku: Að sjá vitið í
siðferðinu: Handan Habermas og Gauthier). I öðru lagi að fjalla ítarlega
um fáein atriði í bókinni. Von mín er sú að koma meginhugmyndum bók-
arinnar á framfæri, jafnframt því að skýra sumar hugmyndir í meiri
smáatriðum.
Er vit í siðferðinu?
Margir hér í salnum eru ugglaust stoltir af einhverju: Stoltir af því að
vera tryggir vinum sínum, að bera umhyggju fyrir þeim sem minna
mega sín, að berjast fyrir jöfnum réttindum allra manna óháð kynferði,
litarhætti o.s.frv. Aðrir eru kannski ekki eins stoltir: Þeir vita að þeir
hafa oftar en einu sinni gert einhverjum rangt til.
En er eitthvert vit í þessu stolti? Og er vit í slæmu samviskunni út af
illgjörðunum? Er það kannski bölvuð vitleysa að að gera svona mikið úr
siðferðinu? Er nokkur góð ástæða til að hegða sér siðferðilega? Það eru
1 Fyrirlesturinn var fluttur 6. janúar 2001. Hann er birtur hér lítið sem ekkert
breyttur. Eg hef þó bætt við neðanmálsgreinum til skýringar. Eg vil þakka
Reykjavíkurakademíunni og Siðfræðistofnun fyrir að gefa mér tækifæri til að
halda fyrirlesturinn. Sérstaklega vil ég þakka Ágústi Þór Árnasyni fyrir að
hvetja mig til að halda fyrirlestur í Akademíunni og Kristrúnu Heimisdóttur, Ró-
berti Haraldssyni og Salvöru Nordal fyrir frábæra skipulagningu og góðar við-
tökur. Áheyrendum á fyrirlestrinum þakka ég einnig fyrir góðar ábendingar.
7