Hugur - 01.01.2002, Page 17
Er skynsamlegt að vera dyggur, trúr og tryggur?
Hugur
Að mínum dómi er nóg að nefna sársaukann, niðurlæginguna, martrað-
irnar og það blasir við hvers vegna pyntingar ber að fordæma.
Sú skoðun Habermas og annarra grunnhyggjumanna að siðferðilegar
fordæmingar krefjist forsiðferðilegrar réttlætingar þýðir að við missum
sjónar á þeim ástæðum sem blasa við. Forsiðferðilegar réttlætingar
byggjast á forsendum sem siðleysinginn getur fallist á. í tilfelli Haber-
mas eru þessar forsendur reglur skynsamlegrar samræðu. Jafnvel sið-
leysinginn verður að fordæma pyntingar því að fórnarlamb pyntinga er
ekki fært um að taka þátt í skynsamlegri samræðu.
Nú er það ugglaust rétt að fórnarlambið er ekki fært um það. En að
mínum dómi er það rangt að niðurlægja fórnarlambið með þessum hætti
alveg óháð því hvort fórnarlambið er samtímis fært um að taka þátt í
skynsamlegri samræðu. Krafa grunnhyggjumanna um forsiðferðilegar
réttlætingar afskræmir þar með þær ástæður sem við höfum til að for-
dæma pyntingar: Niðurlæging er í sjálfu sér ástæða til að fordæma at-
hafnir og ekki vegna þess að niðurlæging gerir fórnarlambinu erfitt fyr-
ir að taka þátt í skynsamlegri samræðu.
Þetta var kjarni rökfærslu minnar gegn kröfu Habermas um forsið-
ferðilega réttlætingu. Nú má auðvitað andmæla rökfærslu minni með
ýmsum hætti. Til dæmis mætti halda eftirfarandi fram: Habermas get-
ur vísað til allra þeirra ástæðna sem ég minnist á: Til sársaukans, nið-
urlægingarinnar o.s.frv. En að auki getur hann rennt fastri undirstöðu
undir allar þessar ástæður með því að segja að þær byggist allar á regl-
um skynsamlegrar samræðu.
Þessi andmæli standast ekki. Habermas getur ekki bæði vísað til sömu
ástæðnanna og ég benti á og að auki rennt undir þær tryggum undirstöð-
um. Hann verður að velja á milli tveggja möguleika. Annað hvort eru
þessar undirstöður nauðsynlegar til að fordæma megi pyntingar eða þær
eru það ekki.
Athugum nú fyrsta möguleikann: Ef þær eru nauðsynlegar, þá er nið-
urlægingin í sjálfu sér ekki ástæða til að fordæma pyntingar; hin raun-
verulega ástæða er að niðurlægingin hindrar skynsamlegar samræður.
Þar með getur Habermas ekki vísað til niðurlægingarinnar sem ástæðu
gegn pyntingum í sama skilningi og ég.20 Snúum okkur þá að seinni
benda á eftirfarandi: Hér segi ég einungis að augljóst sé að pyntingar beri sem
slíkar að fordæma. Eg segi ekkert um það hvort í ákveðnum kringumstæðum
geti verið réttlætanlegt að pynta (t.d. til að bjarga mannkyninu frá útrýmingu).
Eg tel einungis vera ljóst að pyntingar séu svo hræðilegar að þær séu einungis
hugsanlega í ákveðnum öfgakenndum dæmum réttlætanlegar.
20 Sem viðbrögð við athugasemd frá Guðsteini Bjarnasyni skal bent á að ég hef
ekkert á móti rökfærslum Habermas og annarra grunnhyggjumanna sem slík-
15
L