Hugur - 01.01.2002, Page 17

Hugur - 01.01.2002, Page 17
Er skynsamlegt að vera dyggur, trúr og tryggur? Hugur Að mínum dómi er nóg að nefna sársaukann, niðurlæginguna, martrað- irnar og það blasir við hvers vegna pyntingar ber að fordæma. Sú skoðun Habermas og annarra grunnhyggjumanna að siðferðilegar fordæmingar krefjist forsiðferðilegrar réttlætingar þýðir að við missum sjónar á þeim ástæðum sem blasa við. Forsiðferðilegar réttlætingar byggjast á forsendum sem siðleysinginn getur fallist á. í tilfelli Haber- mas eru þessar forsendur reglur skynsamlegrar samræðu. Jafnvel sið- leysinginn verður að fordæma pyntingar því að fórnarlamb pyntinga er ekki fært um að taka þátt í skynsamlegri samræðu. Nú er það ugglaust rétt að fórnarlambið er ekki fært um það. En að mínum dómi er það rangt að niðurlægja fórnarlambið með þessum hætti alveg óháð því hvort fórnarlambið er samtímis fært um að taka þátt í skynsamlegri samræðu. Krafa grunnhyggjumanna um forsiðferðilegar réttlætingar afskræmir þar með þær ástæður sem við höfum til að for- dæma pyntingar: Niðurlæging er í sjálfu sér ástæða til að fordæma at- hafnir og ekki vegna þess að niðurlæging gerir fórnarlambinu erfitt fyr- ir að taka þátt í skynsamlegri samræðu. Þetta var kjarni rökfærslu minnar gegn kröfu Habermas um forsið- ferðilega réttlætingu. Nú má auðvitað andmæla rökfærslu minni með ýmsum hætti. Til dæmis mætti halda eftirfarandi fram: Habermas get- ur vísað til allra þeirra ástæðna sem ég minnist á: Til sársaukans, nið- urlægingarinnar o.s.frv. En að auki getur hann rennt fastri undirstöðu undir allar þessar ástæður með því að segja að þær byggist allar á regl- um skynsamlegrar samræðu. Þessi andmæli standast ekki. Habermas getur ekki bæði vísað til sömu ástæðnanna og ég benti á og að auki rennt undir þær tryggum undirstöð- um. Hann verður að velja á milli tveggja möguleika. Annað hvort eru þessar undirstöður nauðsynlegar til að fordæma megi pyntingar eða þær eru það ekki. Athugum nú fyrsta möguleikann: Ef þær eru nauðsynlegar, þá er nið- urlægingin í sjálfu sér ekki ástæða til að fordæma pyntingar; hin raun- verulega ástæða er að niðurlægingin hindrar skynsamlegar samræður. Þar með getur Habermas ekki vísað til niðurlægingarinnar sem ástæðu gegn pyntingum í sama skilningi og ég.20 Snúum okkur þá að seinni benda á eftirfarandi: Hér segi ég einungis að augljóst sé að pyntingar beri sem slíkar að fordæma. Eg segi ekkert um það hvort í ákveðnum kringumstæðum geti verið réttlætanlegt að pynta (t.d. til að bjarga mannkyninu frá útrýmingu). Eg tel einungis vera ljóst að pyntingar séu svo hræðilegar að þær séu einungis hugsanlega í ákveðnum öfgakenndum dæmum réttlætanlegar. 20 Sem viðbrögð við athugasemd frá Guðsteini Bjarnasyni skal bent á að ég hef ekkert á móti rökfærslum Habermas og annarra grunnhyggjumanna sem slík- 15 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.