Hugur - 01.01.2002, Side 20

Hugur - 01.01.2002, Side 20
Hugur Logi Gunnarsson svarað með því að við ættum ekki að gera það vegna þess að það væri særandi fyrir viðkomandi persónu. En þetta er augljóslega ekki nægilegt svar. Það er ekki nóg að réttlæta beitingu á inntakshugtaki eins og sær- andi í ákveðnu tilfellv, það verður líka að réttlæta það að nota hugtakið yfir höfuð. Þetta má skýra með samanburðardæmi. Er það synd að myrða annan mann? Jafnvel fyrir þá sem eru trúlausir, er það vissulega siðferðilega fordæmanlegt að fremja morð. En trúleysingjar geta ekki leyft sér að nota hugtakið synd. Synd er trúarlegt hugtak. Með því að nota hugtak- ið væru þeir um leið að skuldbinda sig til að fallast á alls konar trúar- legar forsendur sem þeir hafna sem trúleysingjar. Til þess að geta gagnrýnt athöfn einhvers með réttu sem synd, er því ekki nóg að athafn- ir hans falli undir þetta hugtak, það verður líka að vera góð ástæða til að nota hugtakið synd yfir höfuð. En dæmið um synd var einungis samanburðardæmi. Sama gildir um hugtakið særandi og öll önnur hugtök. Tilvísun til hugtaksins særandi nægir ekki til að sýna að það sé skynsamlegt að gera eitthvað eða láta það ógert, nema notkunin á hugtakinu sjálfu geti verið réttlætt. En hver gæti nú verið inntaksréttlætingin á því að nota hugtakið særandi? Ein tegund af réttlætingu felst í því að vísa til annarra hugtaka sem tengj- ast þessu hugtaki. Athafnir sem eru særandi eru oft líka auðmýkjandi, móðgandi, niðurlægjandi, ruddalegar, dónalegar eða ókurteislegar. Við gætum því réttlætt gagnrýni okkar á athafnir fyrir það að vera særandi með því að segja til dæmis að þessar athafnir séu oft einnig auðmýkjandi og að segja að við höfum þegar ástæðu til að gagnrýna athafnir fyrir það að vera auðmýkjandi: Særandi athafnir eru gagnrýniverðar vegna þess að særandi athafnir eru oft einnig auðmýkjandi. Ef hugtökin móðgandi, niðurlægjandi o.s. frv. tengjast særandi með svipuðum hætti, höfum við þar með býsna góða ástæðu til að gagnrýna athafnir fyrir það að vera særandi. Þessa tegund af réttlætingu mætti kalla „tengslaréttlætingu“: Við höfum góða ástæðu til að nota hugtakið særandi til að gagnrýna at- hafnir vegna tengsla þess við önnur hugtök sem við höfum þegar ástæðu til að nota til að gagnrýna athafnir. Nú er það ljóst að tengslaréttlæting getur ekki verið fullnægjandi rétt- læting á neinu hugtaki. Jafnvel þótt hugtakið særandi sé tengt þeim hugtökum sem ég nefndi, er það ekki sama hugtakið. Það er því vel hugs- anlegt að til séu athafnir sem eru særandi án þess að vera auðmýkjandi, niðurlægjandi o.s.frv. Til þess að réttlæta að nota hugtakið særandi en ekki einungis öll hin hugtökin, verður að sýna fram á að góð ástæða sé til að gagnrýna athafnirnar fyrir að vera særandi einnig í þessum tilfell- um. Að mínum dómi er réttlætingin í þessum tilfellum engin önnur en 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.