Hugur - 01.01.2002, Side 23

Hugur - 01.01.2002, Side 23
Er skynsamlegt að vera dyggur, trúr og tryggur? Hugur svo á málið að ákvörðunin sé rétt hver sem hún er að því gefnu að ákvörðunarferlið hafi uppfyllt ákveðin skilyrði. Líklegra er að hann muni taka eftirfarandi atriði til greina: (1) Gegn því að láta taka af sér fótinn mælir t.d. að lífið sé ekki þess virði að lifa því nema maður taki áhættur, fari ekki alltaf öruggustu leiðina; einnig að líf án íþrótta sé leið- inlegt og innantómt, í það vanti þann leik og þá reynslu að reyna á lík- amann til hins ítrasta. (2) Með aðgerðinni mæli hins vegar að allt annað væri ábyrgðar- og tillitsleysi við maka og fjölskyldu. Það sé líka þröngsýni að einblína bara á íþróttir og að vera hræddur við að takast á við ný ævintýri. (Skáletruðu orðin vísa hér til inntaksmælikvarða.) Það sem ég hef talið hér upp er ekki nema hluti af því sem íþróttamað- urinn mundi örugglega hugsa um. Mikilvægast er að frá sjónarhóli íþróttamannsins sjálfs veltur skynsemi ákvörðunarinnar ekki bara á því að fara í gegnum ákveðið ákvörðunarferli, heldur á því að taka rétta innihaldsmælikvarða til greina og að vega og meta þá rétt. Það er til dæmis mikilvægt fyrir hann að taka til greina hvort líf án íþrótta sé leið- inlegt og innantómt. Ef líf án íþrótta er í raun leiðinlegt og innantómt, þá mælir það vissulega á móti aðgerðinni. íþróttamanninum er í mun að taka rétta ákvörðun, þar sem allir innhaldsmælikvarðar sem í raun skipta máli eru rétt metnir. Og rétta ákvörðunin er ekki endilega sú sem hann mundi taka - hver sem sú ákvörðun er — eftir að hafa gengið í gegn- um ákvörðunarferli sem uppfyllir tiltekin formleg skilyrði. Það er því ljóst að það er inntakshyggjan, en ekki jafnvægiskenningin sem gefur rétta lýsingu á því hvernig íþróttamaðurinn og aðrir sem eru að hugsa um það hvað þeir eiga að gera líta á málin frá sínu eigin sjónarhorni. Þess vegna ber að fallast á inntakskenninguna og hafna jafnvægiskenn- ingunni. Og ef rök mín í bókinni standast, ættum við líka að hafna allri annarri formhyggju. Samantekt I þessum fyrirlestri hef ég reynt að gefa yfirlit um efni Making Moral Sense. Eg vona að þið séuð einhverju nær jafnvel þótt ég hafi þurft að fara fljótt yfir sögu. Að lokum fer ég stuttlega yfir höfuðatriði þess sem ég sagði í dag. Ég setti fram tvær aðalkenningar bókarinnar. Samkvæmt fyrstu kenningunni felur það í sér afskræmingu á siðferðinu að telja - eins og grunnhyggjumenn telja - að siðferðið þarfnist forsiðferðilegrar réttlætingar. Til að færa rök fyrir þessari kenningu fjallaði ég um Ha- bermas og hélt því fram að kenningar hans afskræmdu siðferðið. Til þess að sýna að við eigum að samþykkja mína afstöðu - afstöðuna merkta á 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.