Hugur - 01.01.2002, Page 25
Hugur, 12.-13. ár, 2000-2001
s. 23-31
Heimspeki margfalds persónuleika
Spjallað við Loga Gunnarsson
Logi Gunnarsson er einn þeirra íslensku heimspekinga sem hefur haslað
sér völl á erlendri grundu. A árinu 2000 komu út tvær bækur eftir hann,
annars vegar bók byggð á doktorsritgerð hans Making Moral Sense: Bey-
ond Habermas and Gauthier, en hún kom út hjá Cambridge University
Press og hins vegar Wittgensteins Leiter, eða Stigi Wittgensteins sem
gefin var út af þýska forlaginu Philo Verlag. Auk þessara tveggja bóka
hafa birst eftir hann ýmsar fræðigreinar í Þýskalandi, Bandaríkjunum
og á Islandi.
Logi lauk B.A. prófi frá Háskóla Islands árið 1986 og hélt síðan til
framhaldsnáms við University of Pittsburgh og Universitát Frankfurt og
lauk doktorsprófi frá Pittsburgh árið 1995. Síðan þá hefur Logi verið bú-
settur í Þýskalandi og haft stöðu við Humboldt-Universitát í Berlín frá
1997.
Salvör Nordal spjallaði við Loga um bækur hans og heimspeki og
byrjaði á að spyrja hann að því hvað hann væri að fást við um þessar
rnundir.
Það má segja að ég sé að reyna að skilja Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Allir
kannast við sögu Stevensons um góðlynda lækninn Dr. Jekyll sem
breytti sér í hinn siðspillta Mr. Hyde með því að drekka lyfjablöndu sem
hann bruggaði. Eg er ekki að reyna að túlka verk Stevensons, en sögur
eins og þessi vekja fjölmargar heimspekilegar spurningar. Það er nóg af
slíkum sögum um menn með fleiri en einn persónuleika, ekki bara
skáldsögum heldur líka sjálfsævisögum og meira eða minna ítarlegum
skýrslum geðlækna og sjúklinga sérstaklega á 19. og 20. öld. Skáldsag-
an og kvikmyndin Fight Club er eitt nýjasta dæmið. Mitt verkefni er að
fást við þær heimspekilegu spurningar sem vakna í þessu samhengi.
Ein slík spurning er: Hver er Dr. Jekyll? Það mætti kannski segja að
23