Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 26

Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 26
Hugur Heimspeki margfalds persónuleika Dr. Jekyll sé manneskja með tvo persónuleika og að hún hegði sér með einum hætti sem Dr. Jekyll og með öðrum hætti sem Mr. Hyde. Kannski má túlka sögu Stevensons svona. En málið er ekki einfalt. Setjum sem svo að maðurinn í sögunni sé alltaf meðvitaður um sjálfan sig annað huort sem Dr. Jekyll eða sem Mr. Hyde og aldrei sem eina manneskju með þessa tvo persónuleika. Og gerum einnig ráð fyrir að þeir kumpán- ar hafi ólíkar langanir og skoðanir, minningar og önnur markmið í lífinu. Kannski veit hvorugur af hinum (nú fer ég út fyrir skáldsögu Steven- sons). Eða ef Dr. Jekyll veit af Mr. Hyde, lítur hann e.t.v. á Mr. Hyde sem annan mann: „Ég er ekki Mr. Hyde frekar en ég er Viktoría drottning“ gæti hann sagt. Dr. Jekyll er í þessu tilfelli meðvitaður um sjálfan sig sem einn tiltekinn einstakling og neitar því harðlega að Mr. Hyde sé hluti af honum sjálfum. Ef málum er svona háttað, er alls ekki lengur augljóst að hér sé um að ræða eina manneskju með tvo persónuleika. Að vísu er einungis um að ræða einn líkama, en svo gæti nú virst sem í þess- um líkama búi tveir einstaklingar, hvor um sig með sína eigin sjálfsvit- und. Þá er svarið við spurningunni „Hver er Dr. Jekyll?“ að hann er ein- staklingur sem deilir líkama með öðrum einstaklingi; þessi líkami myndar enga eina manneskju með tvo persónuleika. Ég er einnig að fást við aðrar tengdar spurningar. Ef ég lifi í tuttugu ár í viðbót, hvaða einstaklingur verður ég? Margir telja eflaust að svar- ið sé einfalt: Eftir tuttugu ár verð ég manneskjan sem hefur líkama minn eftir þennan tíma. En einnig í þessu dæmi er málið ekki svona ein- falt. Kannski lendi ég í bílslysi daginn áður en þessi tuttugu ár eru lið- in. Aðeins tekst að bjarga heila mínum; hins vegar skemmist heili sam- ferðamanns míns, en ekki afgangurinn af líkama hans. Ef heili minn er nú græddur í líkama hans, hver er þá á lífi eftir tuttugu ár? Ég eða hann? Er hann á lífi því að nýi einstaklingurinn hefur líkama hans eða er ég á lífi ef sjálfsmeðvitund mín hefur varðveist í heilanum? Þetta eru dæmi um þær spurningar sem ég er að fást við. I stuttu máli: Hvað er ég og hvað greinir mig frá öðrum einstaklingum? Hver eru skilyrði þess að ég sé áfram á lífi? Hvenær fæðist ég og hvenær dey ég? - Ég er að vinna að bók um þetta efni. Skipta vandamál afþessu tagi meira máli fyrir nútímamanninn en áð- ur vegna tækniframfara í læknavísindum? Ég veit það ekki. Auðvitað hafa framfarir í læknavísindum beinlínis leitt til margra nýrra siðferðilegra spurninga. En kannski er málið flókn- ara þegar um er að ræða hugspekilegar spurningar eins og þær sem ég er aðallega að fást við. Það nægir oft að framfarir í náttúruvísindum veki svo upp ímyndunarafl manna að þeir fari að velta fyrir sér alls konar 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.