Hugur - 01.01.2002, Page 28
Hugur
Heimspeki margfalds persónuleika
vonast til að svör mín hjálpi okkur að skilja það „tungumál“ eða hug-
takakerfi sem liggur slíkum sjálfsskilningi til grundvallar.
Og þetta leiðir mig aftur að spurningunni hvort margfaldur persónu-
leiki er samfélagslegt fyrirbæri. Hann er auðvitað slíkt fyrirbrigði í þeim
skilningi að það er ekki hægt að skilja sjálfan sig sem margfaldan per-
sónuleika nema maður haíi vald á ákveðnum hugtökum - hugtökum
sem fá merkingu sína af notkun við tilteknar samfélagsaðstæður í víð-
um skilningi. Það er ekki þar með sagt að margfaldur persónuleiki sé
samfélagslegt fyrirbrigði að því leyti að hann sé ekki „raunverulegur“
sjúkdómur. Um það er ég ekki dómbær og reyni ekki frekar en Hacking
að skera úr um það.
Huernig tengjast þessar pælingar um margfalda persónuleika fyrri verk-
um þínum?
Ég vil nú ekki gera of mikið úr tengslum þessara pælinga við fyrri verk
mín, þar sem hér er um sjálfstætt verkefni að ræða. Það væri samt ekki
rétt að neita því að þessar hugleiðingar tengdust Stiga Wittgensteins. I
örstuttum formála þeirrar bókar segist ég ekki vera höfundur hennar,
heldur séu höfundarnir Johannes Philologus og Johannes Commentari-
us. Þetta er mín bók, en bókin talar samt tveimur tungum og hvorug
þeirra er mín.
Segðu aðeins meira frá Stiga Wittgensteins og hvernigþú talar þar tung-
um tveim.
Eins og ég sagði, lýsi ég því yfir í bókarbyrjun að ekki eitt einasta orð
bókarinnar sé mitt eigið, heldur tali annars vegar Philologus og hins
vegar Commentarius. Eftir það kemur að formála Commentariusar sem
segist hafa fundið handrit eftir frænda sinn Philologus að honum látn-
um. í þessu handriti lýsir Philologus því að hann hafi í fornbókaverslun
af tilviljun rekist á bókarbrot án þess að geta fundið afganginn af bók-
inni eða geta komist að því eftir hvern hún er. Eins og Commentarius
bendir á, hafði Philologus fundið hálfan formálann og nokkrar síðustu
setningarnar af Tractatus logico-philosophicus eftir Ludwig Wittgen-
stein. Philologus finnst textinn jafn spennandi og hann er þverstæðu-
kenndur. í formálanum segir Wittgenstein að markmið bókarinnar sé að
draga mörk í tungumálinu: Öðrum megin við mörkin lætur málið hugs-
anir í ljós, hinu megin liggur tóm merkingarleysa. I lokasetningum bók-
ar sinnar lýsir Wittgenstein því svo yfir að setningar bókinnar skýri (er-
láutern) þegar lesandinn geri sér grein fyrir að þessar setningar eru
merkingarlausar (unsinnig). Setningarnar séu eins konar stigi sem les-
andinn verði að varpa frá sér eftir að hann er búinn að klifra upp hann.
26