Hugur - 01.01.2002, Page 29
Heimspeki margfalds persónuleika
Hugur
Philologus sest niður til að skrifa um það hvernig bók - bók sem hann
þekkir reyndar ekki sjálfur - geti skýrt þegar setningar hennar eru
merkingarlausar. Hvernig getur falist skýring í merkingarleysu? Og
hvernig getur bók sem er sett saman úr merkingarlausum setningum
tekist að draga nokkur mörk? Philologus kemst í ritgerð sinni að því að
bókin geti ómögulega hafa skýrt nokkuð eða dregið nokkur mörk ef setn-
ingar hennar eru merkingarlausar, hvaða setningar sem þetta hafa ann-
ars verið. Hér kemur Commentarius aftur fram á sjónarsviðið. Hann
skrifar langar athugasemdir við grein Philologusar í ljósi þekkingar
sinnar á Tractatus logico-philosophicus. Þar lýsir hann því yfir að mark-
mið hans með því að birta grein Philologusar ásamt formála sínum og
athugasemdum í einni bók sé að líkja eftir formi Tractatus logico-philos-
ophicus. Eins og verk Wittgensteins eigi þessi bók að vera stigi sem les-
andinn verði að lokum að varpa frá sér.
Eg er ekki Commentarius frekar en ég er Philologus. En hver er þá
Commentarius? Commentarius segist samþykkja ákveðna túlkun á
Wittgenstein sem er rædd mikið um þessar mundir - túlkun sett fram
af Cora Diamond og James Conant. Samkvæmt þessari túlkun miðla
setningar Tractatus logico-philosophicus lesandanum engri þekkingu
um mörk tungumáls, merkingar eða hugsunar eða um eitthvað annað.
Nú er það svo að Commentarius er ekki trúr sinni eigin túlkun, án þess
að ég segi það í bókinni. Eg læt lesanda minn um að dæma um hvort
Commentarius er sinnar ógæfu smiður eða hvort slík örlög séu búin
hverjum þeim sem setur fram slíka túlkun.
1 nýlegum, og mjög lofsamlegum, ritdómi um bókina í Skírni fyrir
skömmu, sagði Kristján Kristjánsson augljóst að þú héldir fram túlkun
Commentariusar - efþað er rétt talar þú varla tungum tveim eða hvað?
Eg vil nú byrja á því að þakka Kristjáni fyrir andríka og fágaða um-
fjöllun um bækurnar mínar. En hér skjátlast honum. I einu neðanmáls-
grein Stiga Wittgensteins sem er eftir Loga Gunnarsson er gefið í skyn
að yfirlýsing Loga í upphafi bókarinnar sé stæling á „Fyrsta og síðasta
yfirlýsing" eftir Spren Kierkegaard, sem er að finna aftan við bókina Af-
sluttende uvidenskabelige Eftirskrift til de philosophiske Smuler, sem Ki-
erkegaard birti undir nafninu Johannes Climacus. I þessari yfirlýsingu
viðurkennir Kierkegaard að hann hafi gefið út tilteknar bækur undir
ýmsum dulnefnum, en segir að ekki eitt einasta orð í þessum verkum sé
hans eigið. Með þessari yfirlýsingu var Kierkegaard að bregðast við túlk-
endum sem lásu verkin eins og hann - Kierkegaard - væri Climacus eða
einhver af höfundum hinna bókanna sem hann viðurkennir að hafa
skrifað. Auðvitað breytti yfirlýsing Kierkegaards ekki miklu. Allt fram á
27