Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 34

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 34
Hugur G.E.M. Anscombe „Andleg orsök“ þarf auðvitað ekki að vera hugarferli á borð við hugs- un, tilfinningu eða ímynd. Hún gæti verið bank á dyrnar. En ef hún er ekki hugarferli hlýtur hún að vera eitthvað sem viðkomandi persóna skynjar. Bankið á dyrnar þarf að heyrast og því hreyfi ég engum mót- mælum ef einhver vill halda því íram að alltaf sé um hugarferli að ræða. Andleg orsök er það sem væri lýst í svari við spurningunum: „Hvað olli þessari athöfn, hugsun eða tilfinningu hjá þér? Hvað sástu eða fannstu og hvað leitaði á hugann sem leiddi til athafnarinnar?“. Eg hef afmark- að þennan skilning á andlegri orsök vegna þess að svona spurningar með svona svörum eru til og vegna þess að ég vil greina hann frá hinum venjulega skilningi á „hvöt“ og „ásetningi.“ Ástæðan er ekki sú að þessi skilningur á andlegri orsök sé svona mikilvægur því að ég tel svo ekki vera. En mikilvægt er að hafa skýra hugmynd um hann, að hluta til vegna þess að afar eðlilegt er að líta á hvöt sem það sem hreyfir (orðið sjálft gefur það til kynna)2, þ.e.a.s. það sem orsakar athafnir manns o.s.frv. Svo má ef til vill líta á „það sem orsakar“ athöfn sem atburð sem kemur afleiðingunni til leiðar þó að með öllu sé óljóst hvernig henni er komið til leiðar. Með öðrum orðum er óljóst hvort hugsa skuli um þessa orsökun eins og einhverju sé ýtt áfram eða með einhveijum öðrum hætti. Innan heimspekinnar hefur stundum verið gerður greinarmunur á „hvöt“ og „ásetningi með athöfn“ og litið svo á að þau vísi til ólíkra hluta. Ásetningur manns er það sem hann stefnir að eða velur en hvötin er það sem ákvarðar markmiðið eða valið. Ég geri ráð fyrir að „ákvarðar“ merki hér það sama og „orsakar“. Almennt er notkun orðanna „hvöt“ og „ásetningur“ ekki svo ósvipuð. Til dæmis er talað um „ágóðahvöt“ en sumir heimspekingar hafa sagt að þegar svo er tekið til orða hljóti önnur orð að vera undirskilin. Ágóði hljóti að vera ásetningurinn og löngun í ágóða að vera hvötin. Maður sem spurður er um hvöt gæti sagt „Mig langaði til ..." sem mundi gleðja þessa heimspekinga eða „Ég gerði þetta til að ..." sem mundi ekki gleðja þá. Þó er merking þessara tveggja setninga hin sama í þessu tilviki. Þeg- ar hvatir manns eru sagðar góðar þarf það ekki að vera með nokkru móti frábrugðið því að segja að ásetningur hans sé góður, til dæmis: „Hann langaði bara til að koma á friði meðal ættingja sinna.“ Samt sem áður er, jafnvel í hversdagslegri notkun, gerður ákveðinn greinarmunur á merkingu orðanna „hvöt“ og „ásetningur.“ Ef maður drepur annan má til dæmis segja að hann hafi gert það af ást eða vor- kunnsemi eða að hann hafi gert það af hatri, með öðrum orðum „til að leysa hann undan þessum hræðilegu þjáningum“ eða „til að losna við 2 Hér er orðið hvöt þýðing á enska orðinu motive sem er auðvitað náskylt orðinu motion. 32 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.