Hugur - 01.01.2002, Page 44
Hugur
W.V. Quine
verður að segja fyrirfram hvaða atriði skipta máli. Tökum sem dæmi
tvítóna ljósmyndir. Gefum okkur að við höfum flöt sem er sex tommur á
kant og skipt niður í jafna reiti, til dæmis hundrað línur og dálka fyrir
hverja tommu. Tvítóna mynd er þá fullkomlega skilgreind með því að
segja hvaða reitir af þessum 360 þúsund reitum eru svartir. Ef þessi flöt-
ur er fylki þeirra möguleika sem máli skipta þá felast upplýsingarnar í
því hvaða reitir eru svartir. Tvær myndir gefa sömu upplýsingar, miðað
við þetta fylki, ef sömu reitirnir eru svartir. Litbrigði varða eingöngu stíl-
brögð miðað við þetta fylki, þau veita ekki neinar upplýsingar. Sömu
sögu er að segja um breytileika í staðsetningu eða lögun svo framarlega
sem sá breytileiki er of lítill til að hafa áhrif á hvaða reitir teljast svartir.
Miðað við þetta fylki gefur lýsing á reitunum sömu upplýsingar og
mynd. (Þetta gerir það að verkum að hægt er að senda myndir yfir síma-
línu). Og auðvitað geta tvær lýsingar veitt sömu upplýsingarnar þótt
orðalagið sé gerólíkt; það mætti til dæmis telja upp hvítu reitina í stað
þeirra svörtu.
Andspænis fyrirfram skilgreindu fylki svartra og hvítra möguleika er
því nógu skýrt hvenær um sömu upplýsingarnar er að ræða. Vandinn við
að para saman þær hversdagslegu setningar sem eru jafngildar um
upplýsingar er að við höfum ekkert fyrirfram gefið fylki möguleika. Við
vitum ekki hvað við eigum að telja með. Við höfum enga reglu sem seg-
ir okkur hvernig skuli afmarka upplýsingar frá stílbrögðum eða öðrum
eiginleikum setninga sem ekki skipta máli. Spurningunni um það
hvenær tvær setningar merkja sömu staðhæfinguna er þess vegna ekki
svarað á fullnægjandi hátt með því að vísa til sömu hlutlægu upplýsing-
anna. Það er bara að umorða vandann.
Við getum hugsað okkur að eðlisfræðin láti okkur í té fylki möguleika
og þar með algilt hugtak um hlutlægar upplýsingar. Tvær setningar
láta í té sömu hlutlægu upplýsingarnar, og merkja þar með sömu stað-
hæfinguna, þegar sérhvert efnislegt ástand heimsins í tíma og rúmi
sem gerir aðra setninguna sanna gerir hina líka sanna. Við getum kall-
að slíkt ástand mögulegan heim og þar með getum við sagt að tvær
setningar merki sömu staðhæfinguna þegar þær eru sannar í öllum
sömu mögulegu heimunum. Sannindi hreinnar stærðfræði og rökfræði
marka tiltekin endimörk, þau eru sönn í öllum mögulegum heimum.
Við getum kallað safn allra mögulegra heima sem setning er sönn í
hlutlægar upplýsingar setningarinnar - eða einfaldlega staðhæfingu
setningarinnar. En þessi leið lætur okkur ekki í té neina almenna að-
ferð til að para saman jafngildar hversdagslegar setningar. í mörgum
tilvikum er augljóst að tvær setningar muni alltaf hafa sama sanngildi
hvernig sem efnislegt ástand heimsins er, og í mörgum tilvikum er
42
J