Hugur - 01.01.2002, Síða 48

Hugur - 01.01.2002, Síða 48
Hugur W.V. Quine játum eða neitum öðrum setningum. Vegna þessara vanabundnu hátta mun hver sá sem hafnar einni tilgátu hafna öðrum setningum með henni. Sú aðferð vísindamannsins að ráðast gegn afmörkuðum vandamálum þjónar vísindunum vel, en hún sýnir okkur ekki hvernig megi tengja af- mörkuð reynslugögn við tilteknar setningar. Við getum tengt afmörkuð reynslugögn við tilteknar athugunarsetningar, en lengra komumst við ekki. Staðhæfingar gefnar upp á bátinn Það er til marks um útbreidda goðsögn um merkingu að heimspekingar skuli gleypa við staðhæfingum sem merkingu setninga. Það er eins og komið sé inn í sýningarsal fullan af hugmyndum og á hverri hugmynd hangir orðmynd sem merkir þessa hugmynd; og sumar hugmyndirnar eru staðhæfingar og þær eru merktar með viðeigandi setningum. Til að gagnrýna þessi viðhorf hef ég beint sjónum mínum að vandanum við að afmarka (e. individuate) staðhæfingar. A sínum tíma virtist raunhyggja um merkingu vera aðlaðandi einmitt í þessu tilliti þar sem hún hafði skýra hugmynd um afmörkun staðhæfinga í krafti skynreynslu. En síð- an höfum við séð ástæðu til að gefa þá leið upp á bátinn. Spurningin um hvernig afmarka skuli staðhæfíngar er spurningin um hvernig megi skilgreina jafngildisvensl milli setninga - ef ekki sem reynslujafngildi þá allavega sem jafngildi inntaks3 byggt á sannkjörum. Til að gera vandann sem við okkur blasir enn ljósari er ekki úr vegi að minnast á og hafna annarri hugmynd um jafngildi setninga. Ætla mætti að hægt væri að gefa nákvæma skilgreiningu á samheiti fyrir einstök orð einfaldlega sem víxlun að óbreyttu sanngildi. Tvö orð eru jafngild ef sanngildi setningarsniðs helst alltaf óbreytt þegar öðru orðinu er skipt út fyrir hitt; setningarsnið sem eru sönn verða áfram sönn og þau sem eru ósönn verða áfram ósönn. Við getum víkkað skilgreininguna þannig að orð og orðasamband, til dæmis ‘piparsveinn’ og ‘ókvæntur karlmaður’, kallist samheiti ef alltaf er hægt að víxla þeim að óbreyttu sanngildi. Og með þessa skilgreiningu að vopni getum við nú sagt að setningar séu jafngildar í ströngum skilningi þess orðs þegar þær eru settar saman úr hlutum sem eru samsvarandi og jafngildir ofangreindum skilningi. Hér hafa þau einföldu vensl sem felast í sama sanngildi verið blásin upp í ströng jafngildisvensl með viðsjárverðum hætti. Jafngildar setn- ingar hafa samskonar byggingu og samsvarandi hlutar setninganna 3 Quine segir ‘ ‘cognitive’ equivalence’. [þýð.] \ 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.