Hugur - 01.01.2002, Síða 50
Hugur
W.V. Quine
gagnast jafn vel og (1), þar sem Tommi gæti vel dregið í efa að allir
hjörtungar séu nýrungar en samt haldið að allir hjörtungar hafi hjarta.
Og (2) hefur þann kost að vera á saklausara máli en (1) sem reiðir sig á
tilbúin skilning á nauðsyn. En allt um það, sakleysi er eitt, skýrleiki er
annað. Þó svo að orðið ‘heldur’ eins og það kemur fyrir í (2) sé hversdags-
legt þá erfir það alla torræðni hugmyndanna um samheiti og jafngildi,
og meira til.
Orðið ‘heldur’ getur tæpast talist hversdagslegra en hugtakið um jafn-
gildi. Það er ekki eins og jafngildi sé nýtt og tæknilegt hugtak sem verði
að umorða í hversdagslegu tali. Öðru nær, orðið sjálft er hversdagslegt
þrátt fyrir torræðnina. Hugmyndin um jafngildi, jafngilt inntak, virðist
vel skiljanleg eins og hún kemur fyrir, þar til kafað er í hana. Á endan-
um er þetta einungis gagnkvæm leiðing, og leiðing er einungis afleiðsla.
Umkvörtunarefnið er ekki að þessar hugmyndir séu framandi heldur að
þær eru óskýrar.
Ætti að gefa öll þessi hugtök upp á bátinn í alvarlegum vísindum? Að
verulegu leyti hygg ég að svo sé. Ég vil halda í tiltekin hugtök um jafn-
gildi og afleiðslu sem einskorðast við rökfræði. Að auki hafa þessi hug-
tök samhengisbundna notkun sem skýrir að miklu leyti daglega gagn-
semi þeirra; við tölum um jafngildi eða afleiðslu með hliðsjón af tiltekn-
um upplýsingum sem óbeint er gert ráð fyrir. En þessi notkun, sem gera
má hæfilega skýra grein fyrir, kemur að engu gagni við að afmarka stað-
hæfingar.
Kenningin um staðhæfingar virðist að vissu leyti gagnslaus jafnvel
þótt við hefðum lausn á afmörkunarvandanum. I slíkri lausn fælist hæfi-
leg skilgreining á jafngildi setningar, og því þá ekki að láta setningar og
jafngildi nægja en leyfa staðhæfingunum að sigla sinn sjó? Kjarni máls-
ins er að staðhæfingar hafa verið teknar sem skuggamyndir setninga, ef
ég má nota myndlíkingu frá Wittgenstein. I besta falli gefa þær okkur
ekkert umfram setningarnar sjálfar. Vilyrði þeirra um eitthvað meira
stafar af því að við gerum ráð fyrir að þær megi afmarka á einhvern
þann hátt sem á sér enga samsvörun meðal setninga. Af skuggamynd-
unum hefur sprottið óskhyggja.
Sannleikur og uppfærsla4
Þeir heimspekingar sem hallast að staðhæfingum hafa sagt að þær séu
nauðsynlegar vegna þess að sannleikur sé einungis skiljanlegur sem eig-
inleiki staðhæfinga en ekki setninga. Þessu mætti svara á þann hátt að
4 Semantic ascent er þýtt sem uppfærsla. [þýð.]
48