Hugur - 01.01.2002, Page 68

Hugur - 01.01.2002, Page 68
Hugur Stefán Snævarr yrðingar sem eiga sér misréttar túlkanir. Til dæmis höfum við enga sér- staka ástæðu til að efa að betra sé að túlka „snotr“ í Hávamálum sem „klár í kollinum“ en sem „sætur“. Það eru alltént ekki til grundvallar ástæður sem útiloka að við getum greint hafrana frá sauðunum er um slíkar túlkanir er að ræða. Ekki þarf mikla skarpskyggni til að sjá að ef við getum gert slíkan greinarmun fækkar mögulegum sálum Hávamála. Þetta myndi efasinninn og verkhyggjumaðurinn Richard Rorty aldrei viðurkenna. Ekkert vit er í því að segja að sannleiksgildi staðhæfinga um textann ráðist af staðreyndum. Veruleikinn orkar sem áreiti er fær okkur til að setja fram staðhæfingar en þær vísa bara hver til annarra og grípa aldrei staðreyndirnar sjálfar; „veröld fláa“ sýnir sig ekki.25 Mál- ið er því eins og Möbíusarborði. Það virðist hafa tvær hliðar, orð annars vegar, veruleika hins vegar en hefur í reynd aðeins eina hlið, orðahlið- ina. Við erum læst inni í járnbúri tungunnar en höldum okkur frjáls rétt eins og hellisbúar Platóns.26 Enn á ný sýnast mér rök efasinna vera sjálíhrakin.27 Við getum spurt hvernig Rorty telji sig vita að staðhæfingar vísi bara til hver annarra. Er sú þekking hlutlæg? Ef svarið er ,já“ þá getum við spurt hvers vegna ekki sé hægt að öðlast slíka þekkingu á bókmenntum. Ef svarið er „nei“ höfum við enga sérstaka ástæðu til að taka Rorty alvarlega. Ekki bætir úr skák að rökfærsla hans er háð því að staðhæfingarnar sem hann set- ur fram vísi til hlutlægs veruleika, þar sem finna má orð, áreiti og fólk. Við höfum því enga ástæðu til að neita því að til séu málborðar með tveim hliðum, þótt vafalaust séu sumir málborðar af kyni Möbíusar. Réttara sagt verðum við að gera ráð fyrir snertiflötum milli máls og veruleika, dyr búrsins eru ekki rammlæstar. Þess vegna getum við gert okkur vonir um að geta sannprófað staðhæfingar um bókmenntaverk. Niðurstaða mín er sú að efahyggja um málskilning hvíli á sandi og að róttæk afstæðishyggja um bókmenntatúlkanir eigi ekki við rök að styðj- ast. 25 Richard Rorty: „The Pragmatist’s Progress", Stefan Collini (ritstj.): Interpret- ation and Overinterpretation (Cambridge: Cambridge University Press, 1992) bls. 89-108. 26 Tekið skal fram að samlíkingarnar við Möbíusarborða, járnbúr og hellisbúa eru mín smíð, ekki Rortys. 27 Það er ef til vill eins og að stökkva vatni á gæs að beita slíkum rökum á Rorty. Það hefur verið sagt um hann áður að sumar af rökfærslum hans væru sjálfskæð- ar og hann hefur svarað því til að hann vilji ekki ræða slík rök því þá láti hann andstæðinginn marka orrustuvöllin. Eflaust myndi hann svara minni gagnrýni á svipuðum nótum. Þá segi ég á móti að fommönnum þótti lítilmannlegt að renna af hólmi þótt orrustuvöllurinn væri markaður af óvinum! Rorty: Contingency, Ir- ony and Solidarity (Cambridge: Cambridge University Press, 1989). 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.