Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 71
Sálin í Hrafnkötlu"
Hugur
séð að vansönnun kenninga standi náttúruvísindunum fyrir þrifum, hví
skyldi hún bitna verr á bókmenntatúlkunum?
Fer nú að fjúka í flest skjól fyrir almennri efahyggju. Ekki fitnar hlut-
lægnissinninn fyrir vikið, því eins og ég gaf í skyn er sennilega rétt að
allar tilgátur séu vansannaðar. Hin eina sanna túlkun á bókmennta-
verki er tæpast til, fjölhyggja virðist betri kostur en hlutlægnishyggja.
Frá efahyggju til fjölhyggju
Áður en við lýsum fjölhyggjumenn sigurvegara í stríðinu við efasinna og
hlutlægnissinna skulum við freista þess að svara þeirri spurningu hvers
vegna efahyggjan er svona vinsæl. Ein ástæðan er sú að skáldlegar túlk-
anir á bókmenntum virðast oft frjórri en vísindalegar túlkanir, önnur að
túlkanir eru margháttaðar, og sú þriðja að þær sýnast gjarnan skýja-
skraf, spekúlasjónir. Við skulum nú líta nánar á þessi mál.
Sá hefur löngum verið plagsiður hughrifsmanna (impressjónista) á
borð við Walter Pater að rita skáldlega um skáldskap, kveðast á við
skáldið. Mörgum okkar þykir það hið besta mál, lítið er spunnið í þurr-
lega skrifaða bókmenntatúlkun þar sem textinn er greindur í sundur
eins efni í tilraunastofu. Okkur finnst oft sem snjöll myndhverfing eða
góð samlíking segi meira um bókmenntaverk en vísindaleg greining. Og
þá segir hughyggjumaðurinn kannski að skáldlegar túlkanir á bók-
menntum hæfi viðfanginu betur en vísindaleg greining. Túlkandinn er
ekki sérfræðingur heldur leikmaður sem leikur sér að textanum, túlkan-
ir hans hafa ekkert með skynsemi að gera. Því hafi hughyggjan vinning-
inn þegar dýpra er skyggnst. Vandinn er sá að ef hughyggjumaðurinn
viðurkennir að beiting myndhverfinga og líkinga sé snar þáttur í skáld-
legum túlkunum á skáldskap þá verður hann að játa að slíkar túlkanir
geta haft skynsemisþátt. Ef ég segi í fúlustu alvöru „ljóð Jónasar, „Ásta“,
er Mein Kampf ástarljóöanna" virðist myndhverfingin svo fáránleg að
hún krefst sérstakra skýringa, m.ö.o. rökstuðnings. Rökstuðnings er líka
þörf við samlíkingu á borð við „kveðskapur Jónasar er eins og tónlist
Mozarts“. Menn geta til dæmis bent á kliðmýkt og áreynsluleysi beggja
og stutt mál sitt með dæmum um list þeirra. I stuttu máli sagt virðist
samlíkingin hitta í mark, ólíkt myndhverfingunni sem ég nefndi. Skáld-
legt mál og skjmsemi er því ekki eins Qarlæg hvort öðru og ætla mætti,
til eru mælikvarðar á ágæti myndhverfinga og líkinga.
Margur lesandi spyr sig kannski hvers vegna höfundur hafi ekki rætt
mál sem hann tæpti á í upphafi greinarinnar, nefnilega „missættis-vand-
ann“. Efasinnar gera sér gjarnan mat úr þeirri staðreynd að lítið sam-
69