Hugur - 01.01.2002, Page 99

Hugur - 01.01.2002, Page 99
Hugur, 12.-13. ár, 2000-2001 s. 97-104 s Vilhjálmur Arnason Gagnrýni siðfræðinnar og gildi mannlífsins i Mig langar til að bregðast stuttlega við athugasemdum Jóns Ólafssonar við greinum mínum um leikreglur og lífsgildi.1 í greininni setur Jón fram þrjá túlkunarkosti á afstöðu minni: 1. Víður skilningur: Siðfræði á ekki að boða lífsgildi. Þetta kallar Jón léttvæga afstöðu sem allir eigi að geta fallist á og hún samrýmist því vel að siðfræðileg rökræða taki til lífsgilda. Þetta er út af fyrir sig rétt hjá Jóni, en sögnin „að boða“ felur í sér óþarflega mikla ein- fóldun hér. Eitt af því sem liggur til grundvallar greinarmuni mínum á leikreglum og lífsgildum er sá skilningur á siðfræðilegri rökræðu að hún stefni að almennu samkomulagi um þær siðareglur sem mönnum beri að virða. Slíkar siðareglur kalla ég leikreglur. Þar með er ekki sagt að sið- fræðin boði leikreglur; hún er fremur gagnrýnin greining á forsendum þess að menn geti komið sér saman um þessar leikreglur. Það er hins vegar fráleitt að segja um lífsgildi í þeim sérstaka skilningi sem ég legg í það hugtak í umræddum greinum mínum að mönnum beri að virða þau sem slík. Öllu heldur ber okkur að virða þær leikreglur sem gera mönn- um kleift að lifa eftir ólíkum lífsgildum án þess að þeir ógni brýnum hagsmunum hver annars. 2. Þröngur skilningur: Rökræða um lífsgildi á ekki heima í siðfræði. En sé þetta rétt túlkun, segir Jón, þá sé afstaða mín einfaldlega röng því að „verðmæti og gildismat“ komi óhjákvæmilega inn í siðfræðilega 1 Sjá grein hans „Lífsgildi og orðræða siðfræðinnar“ í þessu hefti. 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.