Hugur - 01.01.2002, Side 107
Hugur, 12.-13. ár, 2000-2001
s. 105-107
Kristrún Heimisdóttir
Frelsi sem bann við drottnun
Um ritið Republicanism eftir Philip Pettit
Grein Isaiah Berlin, Two Concepts ofLiberty, er án efa ein víðlesnasta og
áhrifamesta ritgerð í stjórnmálaheimspeki á 20. öld. Háskólanemar
liggja í henni og háskólakennarar skrifast á um hana. Greinin er skrif-
uð 1958. Hún er þrungin orðum sem gefa til kynna hversu höfundurinn
telur erindi sitt við heiminn brýnt. Það geisar heimsstríð tveggja hug-
myndakerfa segir Berlin á einum stað í greininni og markmið hans er að
sýna að grundvallarmunur þessara tveggja hugmyndakerfa, fijálslynd-
isstefnu og kommúnisma, felist í viðhorfi þeirra til frelsis einstaklinga,
Isaiah Berlin skilgreindi tvö frelsishugtök, annað væri jákvætt hitt nei-
kvætt.
Og hver er svo munurinn? Til einfóldunar í svo stuttri grein má lýsa
muninum á þann hátt sem orðið hefur á almannavitorði á 20. öld og snar
þáttur allrar stjórnmálaumræðu hversdagsins: Kommúnistar aðhyllist
jákvætt frelsi sem sé lausn undan fátækt og fáfræði en fijálslyndir nei-
kvætt frelsi, bann gegn þvingun og afskiptum ríkisvalds. Þessi aðgrein-
ing ræður enn miklu um það hvernig hugsað er um stjórnlög, stjórnmál
og lýðréttindi. Hún hafði til dæmis úrslitaáhrif á hvernig íslendingar
ákváðu að haga mannréttindaákvæðum stjórnarskrár sinnar þegar
þeim var breytt í fyrsta skipti í tengslum við hálfrar aldar afmæli
lýðveldisins Islands. Þá var Isaiah Berlin orðinn háaldraður maður.
I bók þeirri sem hér er til umijöllunar, Republicanism, sem fyrst kom
út 1997, gerir Philip Pettit atlögu að þessari tvígreiningu hugtaksins
frelsi. Hann skilgreinir frelsi sem „non-domination“ eða bann við
drottnun og leitast við að sýna fram á að sú skilgreining hafi eins konar
domino-áhrif á fijálslynda stjórnskipunarkenningu í heild: Að um leið og
hugmyndin um frelsi sé orðin önnur og óhefðbundin opnist fijálslyndri
stjórnskipan nýjar leiðir til að skilgreina sjálfa sig. Þetta mætti orða
105