Hugur - 01.01.2002, Page 111
Hugur, 12.-13. ár, 2000-2001
s. 127-134
Jón Ólafsson
Vísindastríðin, sannleikurinn
og Rorty
Nokkrar hugleiðingar í kringum nýlegar bækur
Rorty and his Critics. Robert Brandom ritstj. Blackwell, 2000;
The One Culture? A Conversation about Science. Jay A. Labinger og Harry
Collins ritstj. University of Chicago Press, 2001.
Fashionable Nonsense. Alan Sokal og Jean Bricmont. Picador 1998.
1
Vísindastríðin (e. the science wars) er hugtak sem mikið hefur borið á í
akademískri umræðu undanfarin ár. Það sem átt er við er nú ýmislegt
eins og gengur, en það sem einkum virðist fellt undir þetta hugtak í sam-
tímaumræðu er viss ágreiningur eða jafnvel átök á milli hugvísinda
(humanities) annars vegar og raunvísinda (natural science) hins vegar.
Þessi ágreiningur varðar einkum ólíkar aðferðir eða afstöðu. Um þessar
mundir er vísindastríð sérstaklega haft yfír þær deilur sem sköpuðust af
greininni „Transgressing the Boundaries: Toward a Transformative Her-
meneutics of Quantum Gravity“ eftir eðlisfræðinginn Alan Sokal sem
birtist í tímaritinu Social Text.1 Greinin er bull frá upphafi til enda, eins-
konar skopstæling á orðræðu sumra heimspekinga og bókmenntafræð-
inga. Þar eru settar fram ýmsar fráleitar staðhæfingar um kenningar og
niðurstöður í eðlisfræði og stærðfræði og þessar kenningar settar í sam-
hengi við strauma í heimspeki, sálarfræði og bókmenntum, með vægast
sagt afkáralegum hætti. Tilgangur Sokals með greininni var að athuga
1 Social Text 46/47, bls. 217-252, vor/sumar 1996.
109