Hugur - 01.01.2002, Page 122
Hugur
Ritfregnir
erskri kenningu ásamt Fræðunum minni eftir Martein Lúther. Líklega
eitt áhrifamesta ritið á trúarskilning Islendinga á ofanverðri 19. og önd-
verðri 20. öld, en Helgakver er afar skýr og einfóld greinargerð fyrir höf-
uðatriðum kristindómsins, jafnt trúarlegum sem siðferðilegum.
12. Sören Kierkegaard: Uggur og ótti. Þýð. Jóhanna Þráinsdóttir.
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2000. 278 bls.
13. Sören Kierkegaard: Endurtekningin. Þýð. Þorsteinn Gylfason.
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2000. 218 bls.
Þessi tvö rit birtust upphaflega sama daginn, 16. október 1843, í Kaup-
mannahöfn og komu bæði út undir dulnefni. Jóhannes de silentio var
skráður höfundur Uggs og ótta en Endurtekningin eignuð Constantin
Constantius. í Endurtekningunni ber Kierkegaard saman hugmyndir
forn-Grikkja um endurminninguna og hina kristnu lífssýn sem hann
kennir við endurtekninguna. Hann segir hér sögu af manni sem á í
ástarraunum og sýnir hvernig þessar hugmyndir varpa ljósi á reynslu
hans. Kierkegaard túlkar raunir unga mannsins í ljósi sögunnar af Job
í Gamla testamentinu. í Ugg og ótta leggur hann út af sögunni af Abra-
ham og ísak í Gamla testamentinu. Hvernig getur Guð krafist athafnar
sem frá siðferðilegu sjónarmiði er morð? Kierkegaard notar sér söguna
um fórn ísaks til að draga fram kjarna kristinnar trúar og þær kröfur
sem hún gerir til einstaklinga. Það felst í viðhorfi Kierkegaards að lif-
andi kristni sé þrotlaust verkefni einstaklingsins í milliliðalausu sam-
bandi sínu við Guð. Þar á einstaklingurinn sér ekkert öruggt hæli í við-
teknum hugmyndum samfélagsins því að kröfur trúarinnar eru fjar-
stæðukenndar eins og sagan af Abraham vitnar skýrt um.
14. Platón: Samdrykkjan, (ásamt Um fegurðina 1.6 eftir Plótínos).
Þýð. Eyjólfur Kjalar Emilsson. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
2000. 180 bls.
Samdrykkjan hefur einu sinni áður birst í íslenskri þýðingu en sú
þýðing er fyrir löngu ófáanleg. Hér er um að ræða nýja þýðingu þessar-
ar stórskemmtilegu samræðu Platóns þar sem m.a. er að finna eina að-
gengilegustu framsetningu hans á frummyndakenningunni, stigveldi
fegurðarinnar frá fógrum jarðneskum hlutum til fagurra lífshátta og vís-
inda allt til fegurðarinnar sjálfrar. I viðauka ritsins er einnig íslensk
frumþýðing á riti Plótínosar Um fegurðina, en hann var merkasti heim-
spekingur síðfornaldar og hafði umtalsverð áhrif á heimspekilega guð-
fræði á miðöldum, m.a. á fagurfræði endurreisnartímans með túlkun
sinni á Samdrykkjunni.