Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 6
2
BÚNAÐARRIT
þó hentug séu þau að mörgu leyti. Á veggina skortir
oss hentugan lit. Grái sementliturinn er ijótur, kalklitur
haidlítill, ólíulitur á illa við steinhús og er auk þess dýr.
Sléttun veggjanna með sementblöndu er dýr og vill
reynast svikul, springa og losna frá steypunni. Traust-
leiki steypunnar er eflaust víða minni en vera skyldi,
sprungur í veggjum (t. d. út frá gluggum og veggja-
göt.um) ekki fátíðar. Þá er herbergjaskipun töluvert á-
fátt, oftast helzt til mar'gbrotin, aigengt að stigum er
ekki ætlað nægilegt rúm, beztu hlutar hússins gerðir að
gestastofum o. fl. — Alt þetta á fyrir sér að lagast með
vaxandi þekkingu og smekkvísi. Úr mörgu mætti bæta
stórlega án þess að kostnaður ykist um einn eyri. Pað
er og athugaverður galli á steypuhúsum vorum, hve erfitt
er að breyta þeim, og hyggingarefnið nálega ónýtt, ef
híisið er rifið. Að þessu leyti væri hyggilegra, að hlaða
húsin úr steyptum st.einum, sem límdir væru með kalk-
blöndu. Steinana mætti þá nota aftur, þegar húsið er rifið.
Verstu ókostirnir eru ótaldir enn, og þeir eru þess eðlis,
að úr þeim verður að bæta og það
sem fyrst. Sumir þeirra eru svo alvarlegir, að þeir sem
hafa rekið sig illa á þá hafa fengið algerða ótrú á
steinsteypuhúsum. „Eg vildi ekki eiga steinsteypuhús,
þó mér væri gefið það!“, sagði maður einn við mig, sem
reynt hafði ilt steinsteypuhús í sveit. Ókostir þessir eru
aðallega, að steypan heldur elcki vatni og er mjög köld.
Steypan ekki Þó auðvelt sé að gera steinsteypu all-
vatnsheld. vel vatnshelda, ef hún er úr hentugu
efni, vel sterk og steypt af vönum
vandvirkum manni, þá er víst, að allur fjöldi húsveggja
drekkur herfilega vatn í sig. Þau eru dæmin hér í
Heykjavík, að rigningavatn gengur gegnum allþykka
veggi, svo þeir verða allir blautir að innan, þó þeir séu vel
sléttaðir með sementsblöndu utan og innan, og húsin