Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 26
22
BÚNAÐARRIT
er fyrir þessu séð, verður að hafa lausaskúr á vetrurn
framan við útidyrnar, en slík forskygni óprýða húsin
og eru oftast lélega gerð að öllu leyti.
Gólf og loft. Þó vel væri gengið frá útveggjum,
gluggum og dyrum, er það engan veg-
inn einhlítt til þess, að húsin verði hiý. Loft og gólf
skifta miklu. Yenjulega er sjálfsagt að hafa milligólf milli
bita. og ofan á því vænt lag af mómylsnu eða þurrum
deigulmó. Til þess að síður sé hætta á, að hann rykist
gegnum rifur, má drepa deigum smiðjumó með fram
bitum og stærri rifum. Til þess að þekja loftin að
neðan er hér notaður strigi, og pappír iímdur á hann;
fyrir norðan var látið nægja að st.rengja pappa neðan
á loftið, og var hann svo málaður. Miklu margfalt betra
og veigameira efni, til að þekja loft og timburútveggi
inst, erbyggingapappi frá Sœvareid-verlcsmiðjuvið Björgvin.
Hann er húðþykkur, verður harður sem tré, kilpar hvergi,
ef vel er lagður, og er til mikilla hlýinda. Pappi þessi
er seldur í stórum stikubreiðum ströngum. Tvær teg-
undir eru af honum, þykkri og þynnri. Ferstika af
þynnri tegundinni 'kostar 55 aura og af þykkri tegundinni
75 aura. Þó hann sé nokkru dýrari en strigi og pappír,
margborgar það sig í endingunni. Einfaldur ódýr pappi á
loftum eða veggjum er tæplega notandi í sveitum. Er of
haldlaus og erfitt að bæta göt og rifur, sem koma á hann.
Eg hef nú drepið á þá gerð lofta og gólfa, sem
tíðkast hjá oss, en ekki verður sú aðferð til frambúðar.
Loftin að neðan mega alls elclci vera eldfim, og erlendis
er bannað að klæða þau að neðan með eldfimum efnum.
Þar eru loftin venjulega rimluð og kalksléttuð. Senni-
lega tökum vér upp þessa aðferð, þó hálf hvimleið sé,
vegna brunahættunnar, nema nýtt efni ryðji sér til rúms
líkt gipsþiljunum, en auðveldara í ílutningi, t. d. óeld-
fimur pappi, sem jafnframt væri ti'austur og hentugur.