Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 262
258
BÚNAÐARRIT.
af því, kð rétt fyrir árslokin var keyptur pappír fyrir
kr. 331,40, sem ekkert var notað af á því ári.
Gjaldl. 6. a. er kr. 1677,37 umfram áætlun. En
þar frá má draga kr. 673,83, sem var sérstakt framlag
úr landssjóði til undirbúnings Flóaáveitunnar. Ennfrem-
ur felst í þessari fjárhæð 500 kr. styrkur til Búnaðar-
sambands Borgarfjarðar og 500 kr. viðbótarstyrkur til
Búnaðarsambands Suðurlands, sem hvorttveggja var veitt
á búnaðarþingi 1911 af tekjuafgangi fyrri ára. Er því
umframgreiðslan í raun og veru ekki teljandi, að eins
kr. 3,54. Af þessum lið voru greiddar fyrirfram upp í
lofaðan styrk til Miklavatnsmýraráveitunnar 950 kr. til
undirbúningsverks, sem gera varð á því ári, til þess að
aðalverkið gæti orðið unnið árið eftur, sbr. ársfundar-
skýrslu 1912.
Gjaldl. 6.b., til gróðrarstöðvar og sýnistöðva, er
talinn á reikningnum kr. 429,07 hærri en á áætlun.
En á búnaðarþingi var veitt sérstaklega kr. 66,76 (eftir-
stöðvar af styrk til sýnistöðvar á Efra Hvoli) -j- 400 kr.
Og er þá hér eigi um umframgreiðslu að ræða, heldur
heflr orðið afgangur, kr. 37,69.
Gjaldl. 6. d., styrkur til Búnaðarsambands Austur-
lands, er 500 kr. hærri en á áætlun. En þær 500 kr.
voru veittar aukreitis á búnaðarþingi 1911.
Af gjaldl. 6. g., til efnarannsókna, varð 150 kr.
afgangur.
Gjaldl. 7., til búfjárræktar, er kr. 659,42 hærri en
áætlun. En þar af voru sérstaklega heimilaðar á bún-
aðarþingi 1911 600 kr. til útgáfu „Fóður- og mjólkur-
skýrslna" og 50 kr., er ógreiddar voru af styrk til eins
kynbótabús 1910. Umframgreiðslan því ekki nema
kr. 9,42.
Á gjaldl. 8., til utanfara, er umframgreiðsla kr.
101,86.
Á gjaldl. 9., til mjólkurmeðferðarkenslu, er um-
framgreiðsla kr. 5,89.