Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 265
BÚNAÐARRIT.
261
Til búfjárræktar, gjaldl. 7., gengu kr. 8593,10, en
áætlunin var 7500 kr. í þessum gjaldl. er talinn 210
kr. styrkur til kornforðabúrs í Bæjarhreppi, er heimil-
aður var á búnaðarþingi 1911 af tekjuafgangi fyrri ára.
Er þá umframgreiðslan á þessum lið kr. 883,10. Kem-
hún af þvi, að stjórnarnefndin áleit að sem minst ætti
niður að falla af störfum þeim, sem Ingimundi heitnum
voru ætluð, þótt enginn einn maður væri skipaður í stað
hans. Var fengin til þess aðstoð Páls kennara Zóphó-
níassonar, til að Ijúka við fóðrunartilraunirnar og gera
skýrslu um þær, og til að vera við sýningar, og einnig
fjárræktarmannanua Hallgríms og Jóns Þorbergssona
við sýningar, og hins síðarnefnda til leiðbeiningarferða
í sauðfjárrækt. Nam þessi kostnaður alls fullum 100 kr.
meira en umframgreiðslan.
Umframgreiðslan til utanfarar, gjaldl. 8., kr. 3,48,
er ekki annað én sendikostnaður styrks.
Af gjaldl. 10., til slátrunarkenslu, varð 20 kr. af-
gangur, af gjaidl. 12, kr. 82,70 afgangur, á gjaldl. 13.
kr. 10,75 umframgreiðsla og af gjaldl. 14., til ýmislegra
gjalda, afgangur kr. 89,31. Af þeim gjaldlið var greidd-
ur kostnaður félagsins við búfræðingafundinn 1912, tæp-
ar 400 kr. Eftir ályktun búnaðarþings 1911 var þess
farið á leit við stjórnarráðið, að veita kennurum bænda-
skólanna ferðastyrk til að sækja fundinn. En er það
sá sér það ekki fært, var það ráð tekið, svo að fund-
urinn færist ekki fyrir, að veita bændaskólakennurum og
kennurum búnaðarskólans á Eiðum dálítinn ferðastyrk.
En þá var ekki unt að greiða ferðastyrk starfsmönnum
búnaðarsambandanna, enda var búist við að samböndin
mundu gera það.
Á árinu voru keypt bankavaxtabréf að nafnverði
2500 kr., en upp í eitt veðskuldabréf félagsins voru
greiddar 50 kr. Hefir þá eign félagsins í verðbréfum
aukist um 2450 kr., eða sem svarar því, er félagatillögin
námu bæði árin.