Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 263
BÚNAÐARRIT.
259
Á gjaldl. 10., til slátrunarkenslu, varð umfram-
greiðsla 40 kr. Aðsóknin óvenjulega mikil.
Gjaldl. 11., til stuttra búnaðarnámsskeiða karla og
kvenna, telur reikningurinn kr. 2281,82, en áætlunin kr.
2000. Mismunurinn liggur aðallega í því, að greiddar
voru samkvæmt heimild frá búnaðarþingi 1911 gjalda-
eftirstöðvar frá 1910, 250+30 kr. Umframgreiðslan er
því aðeins kr. 1,82.
Á gjaldl. 12., til verkfærasýningar, er afgangur kr.
128,80, sem kemur fram við það, að frá verði keyptra
verkfæra var dregið verð nokkurra verkfæra, er seld voru.
Ýmisleg gjöld urðu kr. 198,22 umfram áætlun.
Stærstu fjárhæðir á þeim lið eru nefndar í ársfundar-
skýrslunni 1912, 200 kr. til Iðnsýningarinnar í Reykja-
vík til að sýna þar bUnaðaráhöld og 200 kr. til Guð-
rnundar Bárðarsonar á Kjörseyri til að gera tilraunir
með torfbygging.
Gjaldl. 15, uppbót á lóðarverði, 1000 kr., er sam-
kvæmt veitingu bUnaðarþings 1911 af tekjuafgangi
fyrri ára.
Sjóður félagsins heflr á árinu minkað um kr. 1670,50.
Árið 1912 urðu tekjurnar einnig að mun yfir áætl-
un. Nemur tekjuaukinn í félagatillögum, vöxtum, tek-
jum af hUseign, tekjum af gróðrarstöðinni og fyrir seld-
ar bækur og seld verkfæri kr. 1875,54. Munar þar
aftur mest um það, að félagatillögin hafa orðið 930 kr.
yfir áætlun, og tekjur af gróðrarstöðinni urðu kr. 943,85,
en voru áætlaðar 600 kr.
Gjaldl. 3., kaup ráðunauta, varð 900 kr. minni en
áætlað var. Kom það af því, að þegar Ingimundur
Guðmundsson lózt í marz, var staða hans látin óskipuð
um sinn, en Sigurði bUfræðing Sigurðssyni falið að gegna
störfum hans eftir því sem við yrði komið, gegn auka-
þóknun, er næmi launanna. En til annara starfa
Ingimundar heitins voru fengnir aðrir menn, eítir því
17*
L