Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 273
BÚNAÐARRIT
269
irini, liðinn um árslok 1914. Ætti þá sú kjördeild ein
að taka þátt í kosningunni vestanlands 1914, en hin
kjördeildin ein í kosningunni 1916 o. s. frv. til skiftis.
II.
Yfirlitsskýrsla yfir lekjur og gjöld félagsins reikn-
ingstímabilið 1912 og 1913.
Áður er frá því skýit, að sjóðsauki árið 1912 varð,
þá er frá var dregið sem svaraði félagatillögunum 1911
og 1912, kr. 1096,02. í þeirri fjárhæð felast smásjóðir
2 frá fyrri árum, sem nú voru teknir inn í reikning
félagsins, samtals kr. 62,43, og ágóði af útdregnum og
keyptum bankavaxtabréfum kr. 157,50. Teljum vér
hvorugt af þessu mega verða eyðslufé. Er þá eftir af
sjóðsaukanum kr. 876,09. En álika mikið fé var ógreitt
í árslok 1912 af iofuðum styrkveitingum til ýmislegra
jarðabóta, sem búist hafði verið við að greiddar yrðu á
því ári, en gat ekki orðið af að greiddar yrðu af því að
jarðabótunum var ekki lokið eða skýrsla ekki komin um
þær. Verðum vér því að áskilja félagsstjórninni rétt til
að verja þessu fé til að uppfylla þau styrksloforð á
þessu ári, og það því fremur sem í fé það, sem á þessu
ári er ætlað til annara slíkra styrkveitinga, er svo stórt
skarð höggvið við styrkveitingu þá, er búnaðarþingið
1911 hét til Miklavatnsmýraráveitunnar á þessu ári.
Þá er kemur til ársins 1913, búumst vér við að
vextir verði meiri en áætlað var og sömuleiðis tekjur
af gróðrarstöðinni, en þá þykir oss ’allvel skipast, ef sá
tekjuauki nægir fyrir því, sem gjaldlið 6. b. brestur,
því að ekki eru nemendur garðyrkjukenslunnar færri nú
en þá, og aftur heflr orðið að taka aukakennara til henn-
ar. Búumst vér við 400 kr. umframgreiðslu á þeim
lið, og óskum heimildar til að verja væntanlegum tekju-
auka til hennar.
Af gjaldliðunum getum vér ekki gert ráð fyrir af-
gangi af öðrum en 3. og 4., kaupi ráðunauta og ferða-