Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 113
BÚNAÐARRIT
109
allir, að það ár, sem ártalið endar á 4 eða 9, á að safna
mörkunum í janúar—marz, og koma þeim á póstinn til
Reykjavíkur í apríl, o. s. frv.
Það sem sveitarstjórnirnar kosta til markasöfnun-
arinnar verður á kostnað sveitarsióðanna. En ákvæðið
um, að stjórnarráðið leggi til eyðublöð undir mörkin, er
til þess gert, að skýrslur sveitanna verði allar í sama
formi, og hægra verði að raða mörkunum.
Gert er ráð fyrir, að sveitarstjórnirnar sendi mörkin
beint frá sér til stjórnarráðsins. Sýslumönnum er slept
sem milliliðum til að minka „seinfærnina". Á sama
hátt er tilætlunin, að stjórnarráðið sendi athugasemdir
sínar um mörkin hlutaðeigandi sveitarstjórn, en ekki
sýslumanni.
Gjaldið fyrir mörkin er ætlast til að sé svo ríflegt,
að það beri allan kostnað, sem stjórnarráðið hefir af
markaskrársamningunni og prentun hennar, þar með
talin eyðublöðin og sending þeirra, svo og bréfaskriftir
út af mörkunum. Býst eg við að stjórnarráðið feli manni
(eða mönnum) markaröðunarstarfið, lagfæring á sam-
merkjum og námerkjum, og alt sem að þessu þarf að
vinna, unz skrárnar eru sendar sveítastjórnunum aftur
fullbúnar. Vegna tímans, sem fer í það, að fá mörkin
löguð, svo sem með þarf, með bréfaskriftum heim í
sveitirnar, er gert ráð fyrir, að alt að 2 ár líði frá því
byrjað er að safna mörkunum, til þess skrárnar eru
prentaðar.
Hverri markaskrá á að fylgja glögg brennimerkja-
skrá. Þar eiga að geta komist að menn, sem ekki hafa
búfjármörk önnur, t. d. sjómenn með bátafarviðar- og
veiðarfæra-brennimerki sín; því er gert ráð fyrir 10 au.
gjaldi fyrir slik brennimerki, en brennimerkja-gjald
annara felst i markgjaldinu, 50 aurum.
Svo er til ætlast, að gefnar sé út um 10% fleiri
skrár en mörkin, og að hver markeinandi fái skrá. En
«ngu síður þarf að útbreiða markaskiár í aðliggjandi