Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 195
BÚNAÐARRIT
191
10602536 krónur á öllu landinu og nœrri 156 Jcrónur
Jyrir lwern mann utan lcaupstaðanna.
Þetta er nú samt ekki allur heini slcaðinn. Eftir
er að taka til greina þann skatt, sem aukin sveitar-
þyngsli, er stafað liafa af fellinum, liufa lagt á menn.
Og eg er viss um, að ef það mál væri rannsakað, þá
kæmi fram álitleg upphæð til viðbótar við skaðann,
sem áður er nefndur.
Ennfremnr hefir fjárfellirinn bakað þjóðinni stór-
tjón óbeinlínis á þessum oftnefndu 28 árum, svo sem
með mannflutningum hurt af landinu, með lcyrkingi og
kyrstóðu í margskonar stórfum hjá bœndum, með van-
trausti á landinu og óvirðingu fyrir þjóðinni o. íl.
Ilve mikið þetta óbeina tjón muni vera getur enginn
sagt, en áreiðanlega er það mikilsvirði.
Eg geri ráð fyrir, að þeir menn séu til, sem ekki
hafa gert sér grein fyrir því, hve margbrotið og stór-
kostlegt það tjón er, sem ógætilegur ásetningur hefir
bakað íslendingum. Og flestir menn hafa hugsað, að
tjónið hafi í öllu falli ekki verið tilfinnanlegt síðan um
1890. Eg skal játa það um mig, að þó að mér hafi
jafnan staðið stuggur af ógætilegum ásetningi, einkum
siðan í harðindunum eftir 1880, þá hafði eg ógreini-
lega hugmynd um tjónið af honum, þar til eg fór að
rannsaka búnaðarskýislurnar og hugsa dálítið rækilega
um málið. Býst eg við, að sumum kunni að finnast
eg gera of mikið úr þeim skaða, sem ógætilegur ásetn-
ingur hefir bakað þjóðinni að undanförnu. En eg þyk-
ist þess fullviss, að eg hafi ekki talið hann of háan, ef
á alt, er litið, og mun eg bráðum reyna að færa nokk-
ur rök fyrir þvi.
Þeir sem telja reikning minn of háan munu segja,
að fækkun sú, sem búnaðarskýrslurnar sýna, komi ekki
öll af ógætilegum ásetgingi — ekki líkt því. Margt ann-
að valdi fækkuninní. Eg skal fúslega gefa þetta eftir, enda
hefi eg bent á það hér að framan og haft tillit til þess.