Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 12
8
BÚNAÐARRIT
falli. Þá má ekki gleyma, að alt tróð sígur og rýrnar,
en á venjulegum tróðveggjum verður ekki úr þessu bætt,
nema með því að rífa þiljurnar innan úr og fylla holið á
ný. Með þessum hætti má ganga að þvi vísu, að þó
tróðveggir séu hlýir í fyrstu, verði þeir kaidari og kald-
ari með aidrinum, og geta orðið svo mikil brögð að
þessu, að hélurákir komi á þiljur, þar sem tróðið er
sigið, þó húsið hafi verið funheitt nýsmíðað.
Yið öllu þessu mætti nú ef til vill sjá að mestu
leyti, en þá er þó eftir sá ókosturinn, sem lakastur er,
hrunaliœttan.
Þiljur ótækar. í öllum mentalöndum er fyr eða síð-
ar bannað að byggja úr eldfimum efn-
um, þar sem hjá því verður komist. Yíðast er bann-
að að byggja timburhús, nema þau standi fjarri öðr-
um húsum. Þiliun steiuhúsa að innan gerir þau nálega
eins eldfim og almenn timburhús, og eg geri ráð fyrir
að hún sé bönnuð ytra. Vist er það, að hvað sem út-
löndum líður, þá er sú stefna hiklaust rétt, að banna
eldfimar byggingar, því hvert hús, sem brennur, er tapað
þjóðinni og meira til, þrátt fyrir öll brunabótafélög.
Slík félög eru gróðafélög og taka ætið miklu meira gjald
af öllum landslýðnum en brunabótunum nemur. Auk
íjármunatjónsins er sérstök nauðsyn á eldtraustum bygg-
ingum í sveitum, því þar er ekki í annað hús ab venda,
ef bærinn brennur.
Eg er í engum efa um, að vegna brunahœttunnar
einnar er þiljun steinlmsa að innan allsendis ótœli og
engin framtíðaraðferð. Ekki minkar hættan við það, að
eldfimt tróð er á bak við þiljurnar.
Þiljaðir tróðveggir eru nálega eini kosturinn, sem
vér höfum nú til þess að fá nægilega hlýja og rakalausa
veggi. Og svo eru þeir, þegar betur er að gáð, neyðar-
úrræði, og nauðsyn að hverfa sem fyrst frá því!