Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 47
BÚNAÐARRIT
43
inu af sauðataðinu og 0,40 X 2,5 = 1 kiónu fyrir hest,-
burðinn af kolunum, og fái hann hvorugt fyrir þetta verð,
verður mórinn ódýrasta eldsneytið.
Enn fremur má nota sauðataðið fyrir mælikvarða
og reikna verð mós og kola út frá því, með því að
margfalda verð sauðataðsins með tölunum 0,80 og 2.
Enn til þess að finna hið rétta verð sauðataðsins má
fara tvær leiðir, því það er notað á tvennan hátt. Bæði
má reikna út framleiðslukostnað þess, eða hve mikið
kosti að hagnýta það til eldiviðar, á sama hátt og fram-
leiðslukostnaður mósins er reiknaður, en svo má líka
meta, hvers virði það sé til áburðar, og það verðið, sem
hærra er, verður að ieggjast til grundvallar við saman-
burðinn. En nú er mér alveg ókunnugt um, hve mikið
kostar að hagnýta sauðataðið til eldiviðar, og verður því
ekki farið út í það mál hér, en um áburðargildi þess
verður farið hér nokkrum orðum. Til þess að fá úr-
lausn á þessu efni má nú enn fara tvær leiðir. Önnur
er sú, að meta taðið til peningaverðs samkvæmt mark-
aðsverðlagi þeirra frjóefna, er það inniheldur, og verður
minst á það síðar. Hin er sú, að athuga hve mikii
taða íæst af vissu áburðarmagni, meta svo töðuna til
peningaverðs, og gera sarnkvæmt því áætlun um áburð-
argildi taðsins í krónutali. Með því að reikna áburðar-
gildi taðsins út á annanhvorn þenna hátt, og líkja
verði þess saman við notagildisverð þess til eldsneytis,
samanborið við aðrar þær eldsneytistegundir, sem völ
er á, má sjá, hvort betur borgi sig, að nota það til
eidiviðar eða áburðar. Skal hér gerð tilraun til að skýra
þetta, einkum í samanburði við kolabrenslu, vegna þess
að verð kolanna er ákveðnara og auðfundnara en annars
eidneytis, en þó þannig, að þeir, sem vilja, og hafa
reiknað út framleiðslukostnað mósins, geti einnig gert
samanburðinn við móbrenslu.
Hve mikla töðu áburðurinn gefi, eins og jarðrækt-
inni nú er varið hjá okkur, verður nú ekki sýnt með