Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 202
198
BÚNAÐARRIT
eftirlitið og heyforðabúr það, sem hreppurinn átti að
stofna. En hreppssjóði var ætlað að boiga helminginn.
Pingið breytti frumvarpinu þannig, að það samþykti
„Lög um samþyktir um stofun heyforðabúrau og hót
nokkrum styrk af landssjóði til heyforðabúranna, en gerði
ásetningseftirlitið eklci að skyldu.
Að vísu lieimila þessi lög ásetningseftirlitið, en heita
engum styrk til þess af almannafó, og veita ekki heldur
hreppsnefndinni heimild til að taka borgun til eftirlits-
manna af sveitarsjóði.
Það mun því ennþá reynast erfltt, að taka upp
heyásetningseftirlitið, þó að menn færu að reyna það.
Margir líta svo á, að til þess að borga mætti nokkuð af
hreppssjóði fyrir eftirlitið, þyrfti að fá samþykki hvers
einasta gjaldanda í hreppnum, og halda, að það mundi
víða verða ófáanlegt.
Eg ætla ekki að skýra nánar frá fiumvarpinu, en
vil að eins geta þess, að eg lít svo á, að með því að
taka Inirtu áhvæðið um ásetningseftirlitið og styrkinn
til þess, þá só tekinn burtu aðal-kjarni frumvarpsins, og
að ákvæðin um heyforðabúr án ásetningseftirlits muni
>ekki koma að tilætluðum notum.
Eg veit raunar, að sumir menn telja ásetnings-
eftirlitið gagnslaust. Segja þeir, að enginn mundi fara
eftir tillögum eftirlitsmanna. Aðrir telja eftirlitið fjar-
stæðu af því, að það gangi of nærri persónufrelsi manna.
Baðar þessar mótbárur eru veigalitlar, enda ríðq, þær í
bága hvor við aðra. Skal eg fyrst athuga hina síðari,
og svo þá fyrri á eftir.
Frumvarpið ætlaðist til, að samþykt mætti gera
með s/a atkvæðum þeirra hreppsbúa, sem kosningarrétt
eiga til alþingis, og átti samþyktin að vera skuldbind-
andi fyrir alla þá, sem búa í þeim hreppi, sem hún er
gerð fyrir. Þeir af hreppsbúum, sem ekki greiddu sam-
þyktinni atkvæði, verða því að sætta sig við hana. En
hvaða ófrelsi mundi samþyktin leggja á bœndur?