Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 267
BÚNAÐARRIT.
263 .
þessa en landsverkfræðingnum, og búnaðarfélagið hafði
ekki fé til að ráða mann til þess, þá höfðum vér ekki
annað ráð, en að tilkynna þetta með bréfi dags. 13. des.
s. á. sýslumanninum i Rangárvallasýslu, til þess að hann
gerði það kunnugt sýslunefndinni, ef hún skyldi vilja
taka það til íhugunar á fundi sínum þá um veturinn,
hvað frekara skyldi gera í því máli. En vér höfum
siðar ekkert frá henni heyrt um það.
í skýrslu til búnaðarfélagsins dags. 28. júlí 1911
gat Sigurður búfræðingur Sigurðsson þess, að nauðsyn-
Jegt mundi vera að lengja Markarfljótsgarðinn, til þess
að komið verði í veg fyrir það til fulls, að fljótið leggist
í farveginn austur með Eyjafjöllum og skemmi jarðirnar
þar á láglendinu. Út af því rituðum vér 31. s. m.
stjórnarráðinu tilmæli um það, að verkfræðingur yrði
látinn athuga þörfina á garðsauka þessum. Þegar vér
með bréfi stjórnarráðsins 9. sept. s. á. fengum að vita,
að þessu yrði ekki við komið það ár, mæltumst vér til
þess með bréfi dags. 15. des. s. á., að Jón landsverk-
fræðingur Þorláksson athugaði þetta sumarið 1912.
Tókum vér það fram í því bréfi, að ef í það yrði ráð-
ist, að lengja garðinn, byggjumst vér við, að til þess
gengi fyrst og fremst þær rúmar- 1000 kr., sem vantaði
á að hlutaðeigendur legði til stíflugarðsins 1910 jafnt á
móti landssjóði og búnaðarfélaginu, en það sem til vantaði
hugsuðum vér oss að yrði greitt á sama hátt og til
stóð að borgaður yrði kostnaðurinn við garðinn 1910,
þannig að landssjóður og búnaðarfélagið legði fram helm-
inginn, að hálfu hvort, en hlutaðeigendur hinn helming-
inn. Upp á það bróf fengum vér 14. marz þ. á. svar
stjórnarráðsins ásamt álitsskjali Jóns verkfræðings Þor-
lákssonar, sem lagt verður fram á búnaðarþinginu.
Yerkfræðingurinn telur æskilegt að iengja garðinn,
og að með því fengist fyllri trygging en nú gegn því,
að fljótið eða nokkur hluti þess geti runnið austur með
Eyjafjöllum. Til þess að vörnin yrði örugg, telur hann