Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 139
BÚNAÐARRIT
135
mæliugar, sem gerðar hafa verið, alt of fáar og stað-
bundnar til þess, að hægt sé á þeim að byggja í þessu efni.
Samkvæmt Lýsing íslands eftir Þorvald Thoroddsen
•er úrkoman þannig:
Meðaltal Meðaltal
á ári á dag
í Stykkishólmi . . 655,9 mm. 1,8 mm.
- Vestmanneyjum . 1319,6 — 3,6 —
- Berufirði .... 1165,8 — 3.2 —
- Grímsey .... 344,6 — 1.0 —
Þegar mest rignir, er jörðin oft svo |þur, að hún
þarfnast meira vatns en í henni er, og úrkoman er þá
líka svo áköf, að nokkuð af vatninu rennur burtu, án
þess að siga í jörðina, og svo eru ekki gerðar meiri
kröfur til framræslunnar en það, að grunnvatnið komist
i rétta stöðu á 3—5 dögum eftir mestu rigningar.
Almenningi kann að virðast óþarft að byggja fram-
ræsluna á nákvæmum rannsóknum á eðli jarðvegarins
•og á úrkomu, og hvorttveggja kosti það tíma og peninga,
on þá má minna á það, sem eg hefi áður kastað fram,
að ekki muni miklu, þótt framræst sé a/e þéttara en
þörf er á, ef bygt er á ágizkun, og hefi eg áður gert
áætlun um, hvað sú skekkja getur kostað.
Hingað til hefir ekki kveðið mikið að framræslu
hér á landi. Orsökin er meðal annars sú, að lítið hefir
verið hugsað um að bæta eða auka ræktaða landið.
Túnin liggja líka víða — eða mikill hluti þeirra — svo
hátt, að engin þörf hefir verið á að þurka þau, en þau
liggja lika sumstaðar svo hátt, og !eru svo þur og harð-
iend, að þau taka tæplega móti nokkurri ræktun og
hera jafnan lítinn ávöxt.
Nú eru menn alment farnir að sjá, að ræktaða
landið er alt of lítið, og að brýn nauðsyn er á að auka
það og bæta, og takmarkið verður að vera það, að hafa
ullar grasnytjar af rækluðu iandi, landi sem er ræktað
annað hvort með áburði eða áveitu. Rýr og reitings-
Mest
á dag
62,6 mm.
109,5 —